Aldís Kara hlýtur Silfurmerki ÍSS
Stjórn Skautasambands Íslands veitir Heiðursmerki ÍSS til þeirra sem starfa og iðka innan skautahreyfingarinnar. Silfurmerki ÍSS er veitt til íþróttafólks eftir langan feril sem landsliðsfólk og keppni fyrir hönd ÍSS. Aldís Kara Bergsdóttir lagði skautana á hilluna eftir 15 ára feril í desember síðastliðnum. Að hennar eigin sögn höfðu listskautar …
