24. Skautaþing ÍSS

24. Skautaþing ÍSS

24. Skautaþing ÍSS fór fram þann 13. maí sl.

24. Skautaþing ÍSS fór fram á Bryggjan Brugghús. Þingfulltrúar voru 23, frá 5 aðildarfélögum, en auk þeirra voru fleiri gestir á þinginu.
Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson, 2. þingforseti var María Fortescue.
Breytingatillögur sem teknar voru fyrir var til að mynda breyting á 5. grein laga um fulltrúafjölda á þingi sem hefur verið tekið fyrir í mörg ár í röð. Loksins mátti heyra sátt í hópnum um að koma á milliþinganefnd sem mun finna sanngjarnan farveg í málið en strax núna á þinginu var samþykkt að ekkert félag geti haft meira en 49% atkvæðavægi á þingi.
Einnig var tekin fyrir umræða um að sameina stúlkna og drengja keppnisflokka í yngstu keppnisflokkum. Skapaðist góð umræða um þetta málefni og fór svo að þingið kaus með miklum meirihluta með því að sameina stúlkna- og drengja flokkana upp að, og með, 10 ára og yngri.
Hafsteinn Pálsson mætti fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingið. Hann sæmdi Þóru Gunnarsdóttur gullmerki ÍSÍ.
Anna Gígja Kristjánsdóttir hélt einnig stutt erindi undir liðnum ávarp gesta um það hvernig hefur gengið að halda unglingum inni í íþróttinni.
Mótanefnd gaf sjálfboðaliðum sérstaka viðurkenningu
Kosið var í stjórn. Formaður, tveir aðalmenn og einn varamaður voru kosnir til tveggja ára. Auk þess sem einn aðalmaður var kosinn inn til eins árs sökum breytinga innan stjórnar. Það eru þrír nýjir aðilar að koma inn í stjórn.
Stjórn ÍSS skipa nú: Svava Hróðný Jónsdóttir, formaður, Ingibjörg Pálsdóttir, Þóra Sigríður Torfadóttir, Lonni Björg Hansen, Rakel Hákonardóttir, Kristel Björk Þórisdóttir og Guðrún Brynjólfsdóttir.
Þrír voru sæmdir Silfurmerki ÍSS; Sólveig Dröfn Andrésdóttir, Hulda Líf Harðardóttir og María Fortescue. Aldís Kara Bergsdóttir hafði fengið Silfurmerki afhent fyrr á tímabilinu.
Translate »