Stjórn skautasambandsins skal skipuð 5 einstaklingum og 2 til vara.
Formaðurinn er kosinn sérstaklega á skautaþingi, en aðrir skipta með sér embættum, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi.
Varastjórn er kosin sérstaklega.

Stjórn fundar fyrsta miðvikudag í mánuði.
Erindi til stjórnar skulu send á info@iceskate.is

Svava Hróðný Jónsdóttir

Formaður / President

Sigríður maría Fortescue

Varaformaður / Vice President

Ingibjörg Pálsdóttir

Gjaldkeri / Treasurer

Hörður Sigurðsson

Varamaður

Þóra Sigríður Torfadóttir

Ritari / Secretary

Kristel Björk Þórisdóttir

Varamaður

Hulda Líf Harðardóttir

Meðstjórnandi

 

Starfssvið stjórnar samkvæmt lögum Skautasambandsins er að
  1. Framkvæma ályktanir skautaþings.
  2. Annast rekstur sambandsins.
  3. Vinna að eflingu skautaíþróttarinnar í landinu.
  4. Semja leikreglur og reglugerðir fyrir skautaíþróttina.
  5. Senda ISU lögboðnar skýrslur og tilkynningar
  6. Senda framkvæmdastjórn ÍSÍ lögboðnar skýrslur og tilkynningar.
  7. Sjá um að farið sé eftir viðurkenndum lögum og leikreglum .
  8. Setja nauðsynleg bráðabirgðaákvæði.
  9. Raða niður og ákveða stað og tíma sambandsmóta.
  10. Úthluta þeim styrkjum til skautamála sem ÍSS fær til umráða.
  11. Aðstoða aðildarfélögin og hafa með þeim eftirlit.
  12. Koma fram hérlendis og erlendis fyrir hönd skautaíþróttarinnar