Skautasamband Íslands

Fræðsluvefur

Kennslumyndbönd í listhlaupi á skautum - Grunnæfingar fyrir börn

Myndböndin eru hluti af lokaverkefni í Íþróttafræði, við Háskólann í Reykjavík, eftir Ásdísi Rós Clark.

Smellið hér til þess að kynna ykkur þau betur

Fræðsluvefur Alþjóðaskautasambandsins (ISU)

Alþjóða Ólympíunefndin heldur úti fræðsluvef fyrir afreksíþróttamenn, sem og aðra iðkendur, foreldra, stjórnendur og þjálfara. Aðgangur að vefnum er ókeypis.

Frekari upplýsingar um vefinn er hægt að nálgast hér.

Fræðsluvefur Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ)

Fræðslusvið ÍSÍ hefur þau markmið og verkefni; Að kynna og halda á lofti stefnu ÍSÍ í forvarnarmálum. Að kynna og halda á lofti stefnu ÍSÍ í jafnréttismálum. Að halda á lofti jákvæðri ímynd íþróttahreyfingarinnar. Að efla starf og verkefni Ólympíuakademíunnar. Að efla námskeiðahald og útgáfu á fræðsluefni. Að halda námskeið/ráðstefnur í samstarfi við Afreks- og Ólympíusvið og Almenningsíþróttasvið. Að efla leiðtogamenntun með skipulögðum námskeiðum. Að sjá um styrkveitingar til einstakra verkefna sérsambanda á grundvelli sérstaks umboðs sem framkvæmdastjórn veitir hverju sinni og fjárhagsáætlun leyfir. Að eiga samstarf við háskólasamfélagið um námskeiðahald og fræðslu. Að sjá um innlend og erlend samskipti (við Norðurlöndin sérstaklega) vegna verkefna sviðsins. Að eiga samskipti við sveitastjórnir. Og að hafa samband við skóla, félög og félagasamtök er hafa íþrótta- og tómstundamál á stefnuskrá sinni og vera ráðgefandi í þeim málum.

Frekari upplýsingar um sviðið og aðgengi að fræðsluefni ÍSÍ er að finna hér.

Translate »