Heiðursverðlaun ÍSS 2023

Heiðursverðlaun ÍSS 2023

Skautasamband Íslands veitti í ár heiðursverðlaun í fimmta sinn.

Stjórn veitir á Skautaþingi þremur einstaklingum Silfurmerki ÍSS.

Silfurmerki ÍSS er veitt þeim sem hafa unnið ötult og óeiginfjarnt starf í þágu skautaíþrótta á Íslandi í 10 ár, eða þegar stjórn þykir sérstök ástæða til.

Sólveig Dröfn Andrésdóttir

Sólveig Dröfn hóf skautaferil sinn hjá Skautafélagi Reykjavíkur þar sem hún keppti í einstaklingsskautum lengi vel og fór svo snemma að æfði samhliða því samhæfðan skautadans, eða synchro. Hún keppti fyrir Íslands hönd með Ísmolunum meðal annars á tveimur heimsmeistaramótum.

Sólveig hefur starfað fyrir ÍSS á ýmsum sviðum síðustu 20 árin. Hún hefur tekið að sé ýmis sjálfboðastörf og meðal annars verið fararstjóri landsliðsins. Hún hefur sinnt ýmsum nefndarstörfum til lengri tíma og til að mynda í tækninefnd. Lengst af hefur hún sinnt afreksmálum innan ÍSS og setið í afreksnefnd og er núverandi formaður nefndarinnar. Innan afreksmála hefur Sólveig komið að mikilli uppbyggingu starfsins síðustu ár, verið sjúkraþjálfari afreksskautara, sinnt mælingum og séð um fræðslu svo eitthvað sé nefnt.

Sólveig er með þjálfararéttindi og hefur verið mikill drifkraftur í synchro þjálfun á Íslandi. Hún hefur mikla reynslu af þjálfun í synchro og þjálfaði lið bæði hjá SR og Birninum.

Hún hefur unnið með ÍSS að uppbyggingu á synchro á Íslandi á ný og er hún einn af stofnendum Skautafélagsins Jökull.

Sólveig hefur einnig komið að þjálfun hjá skautadeild Asparinnar

Sólveig er vel að þessari viðurkenningu komin og óskar stjórn ÍSS henni innilega til hamingju. Um leið og við þökkum fyrir störf hennar í gegnum tíðina þá hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.

María Fortescue

María hóf skautaferil sinn hjá Skautafélagi Reykjavíkur þar sem hún keppti í einstaklingsskautum lengi vel og fór svo snemma að æfði samhliða því samhæfðan skautadans, eða synchro.

Hún er starfsmaður á dómara- og tæknipanel og sinnir þar ýmsum stöðurm. Hún er bæði dómari og yfirdómari. Hefur réttindi tæknistjórnanda og DRO. Dæmir einstaklings og paraskautun í IJS kerfinu ásamt því að dæma í Special Olympics og Félagalínu ÍSS.

María hefur alþjóðleg réttindi dómara og var fyrsti íslenski dómarinn til þess að fá alþjóðleg yfirdómararéttindi.

Einnig hefur María miðlað af reynslu sinni og þekkingu til nýrra dómaraefna og gerir það af mikilli kostgæfni.

María hefur starfað fyrir ÍSS á ýmsum sviðum síðustu 18 árin. Hún hefur setið í ýmsum nefndum og vinnuhópum. Unnið að fjöldanum öllum að verkefnum og útgáfum af handbókum og verkferlum. Hún sinnir fræðslu til skautara, þjálfara, foreldra og aðstandenda ásamt endurgjöf til afreksskautara og þjálfara þeirra

Hún sat í stjórn sambandsins á árunum 2020-2022, hefur sótt tvö alþjóðleg skautaþing fyrir hönd ÍSS og starfar núna sem framkvæmdastjóri sambandsins.

María er vel að þessari viðurkenningu komin og óskar stjórn ÍSS henni innilega til hamingju. Um leið og við þökkum fyrir störf hennar í gegnum tíðina þá hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.

Hulda Líf Harðardóttir

Hulda Líf hóf skautaferil sinn hjá Skautafélagi Reykjavíkur þar sem hún keppti í einstaklingsskautum og fór svo snemma að æfa samhæfðan skautadans, eða synchro.

Hún er starfsmaður á dómara- og tæknipanel og sinnir þar ýmsum stöðurm. Hún er bæði dómari og yfirdómari. Hefur réttindi tæknistjórnanda og DRO. Dæmir einstaklings og paraskautun í IJS kerfinu ásamt því að dæma í Special Olympics og Félagalínu ÍSS.

Um árabil hefur hún sinnt nefndarstörfum hjá ÍSS, ýmist setið í tækninefnd ÍSS, sinnt formennsku þar eða verið fengin þar inn sem ráðgjafi í sérstök verkefni þegar þess hefur verið óskað.

Núna er Hulda að ljúka setu sinni í stjórn ÍSS eftir tvö ár þar.

Einnig hefur Hulda Líf miðlað af reynslu sinni og þekkingu til nýrra dómaraefna og gerir það af mikilli kostgæfni.

Hulda Líf hefur verið búsett í Svíþjóð um árabil og hefur þar öðlast reynslu og menntun sem dómari sem hefur reynst okkur hjá ÍSS ómetanlegt því það er alltaf gott að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni.

Hulda Líf er vel að þessari viðurkenningu komin og óskar stjórn ÍSS henni innilega til hamingju. Um leið og við þökkum fyrir störf hennar í gegnum tíðina þá óskum við henni velfarnaðar í störfum hennar í framtíðinni og vonumst til þess að geta átt gott samstarf í framtíðinni.

Translate »