Framboð til stjórnar ÍSS 2023

Framboð til stjórnar ÍSS 2023

Kjörnefnd ÍSS óskar eftir framboðum til stjórnar ÍSS fyrir Skautaþing 2023

*Athugið að tilkynningin er uppfærð*

Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann.

Þar sem að einn aðalmaður sagði sig úr stjón áður en að kjörtímabili hans lauk þarf að kjósa að auki einn aðalmann til eins árs.

Á Skautaþingi sem haldið verður 13. maí verður því kosið um; formann, tvo aðalmenn og einn varamann til tveggja ára auk eins aðalmanns til eins árs.

Um hæfi til stjórnarsetu er vísað í 7. grein laga ÍSS á heimasíðu, www.iceskate.is. Sérstök athygli er vakin á því að þeir sem bjóða sig fram til stjórnarsetu í stjórn ÍSS mega ekki hafa hlotið refsidóma vegna brota á ákvæði XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eins og kveður á í lögum ÍSÍ 2. kafla 5a.

Framboðsfrestur er til og með 22. apríl. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eða hafa ábendingar um áhugasama aðila sem gætu haft áhuga á að bjóða sig fram skulu senda framboð og ábendingar til kjörnefndar á netfangið kjornefnd@iceskate.is 

Kjörnefnd Skipa:

Formaður:
Hrafnhildur Guðjónsdóttir (SA)

Nefndarmenn:
Gunnar Traustason (Fjölnir)
Ingimar Ingason (Ösp)
Jóhanna Þorkelsdóttir (SR)

Translate »