23. Skautaþing ÍSS – fundarboð

Í samræmi við 6. grein laga ÍSS, er hér með boðað til 23. Skautaþings ÍSS. Skautaþingið verður haldið laugardaginn 30. apríl í íþróttamiðstöðinni í Laugardal að Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Tillögur sem óskast teknar fyrir á Skautaþingi, skulu hafa borist stjórn ÍSS minnst þremur vikum fyrir Skautaþing, þ.e. 9. apríl …

Framboð til stjórnar ÍSS 2022

Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann. Á Skautaþingi sem haldið verður 30. apríl 2022 verður því, skv. lögum ÍSS, kosið um tvo aðalmenn og einn varamann til …

EYOWF 2022

Um síðustu helgi lauk Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, European Youth Winter Olympic Festival – EYOWF, í Vuokatti í Finnlandi. Leikunum, sem hafði verið marg frestað vegna Covid, eru Evrópuleikar vetraríþrótta sem haldnir eru undir merkjum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Keppt er í junior flokkum á aldursbili sem Ólympíunefndin ákveður og gefa ungmennum tækifæri á að …

Valdimar Leó Friðriksson ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÍSS

Valdimar Leó Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri á skrifstofu ÍSS. Hóf hann störf þann 21. febrúar sl. Valdimar Leó hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar í 30 ár á öllum stigum og í ýmsum verkefnum. Hann er okkur góðkunnugur og verður spennandi að kynna hann betur fyrir skautaíþróttum. Stjórn Skautasambands Íslands …

ÍSS býður á Skautahlaupskynningu

Skautasamband Íslands býður á opna kynningu á Skautahlaupi. Kynningarnar verða tvær, í Skautahöllinni á Akureyri og í Egilshöll í Reykjavík. Skautahlaup er frábær og skemmtileg íþrótt sem bætir þol, jafnvægi og styrkir vöðvana. Við bjóðum frítt aðgengi inn á skautasvellin og á staðnum verður leiðbeinandi sem aðstoðar áhugasama með fyrstu …

Júlía Rós á EYOWF 2022

Júlía Rós Viðarsdóttir verður fulltrúi ÍSS á Ólympíumóti Evrópsku æskunnar (e. European Youth Olympic Winter Festival – EYOWF) Mótið fer fram í Vuokatti, Finnlandi, dagana 20.-25. mars nk. Júlía Rós fer ásamt þjálfara sínum, Darja Zajcenko, og hópi frá Skíðasambandi Íslands. ÍSÍ sér um utanumhald og skipulagningu ferðarinnar og er …

Aldís Kara á Junior Worlds 2022

Fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramóti unglinga á listskautum árið 2022 er Aldís Kara Bergsdóttir. Þetta er í annað sinn sem Aldís Kara keppir á heimsmeistaramótinu. Mótið fer að þessu sinni fram í Tallin, Eistlandi, dagana 13.-17. apríl nk. Áður hafði veirð skipulagt að mótið yrði haldið í Sofia, Búlgaríu, í mars. …

RIG 2022: Síðasti keppnisdagur

Síðasti keppnisdagur á listskautamóti Reykjavík International Games fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í dag með æfingum í fullorðins- og unglingaflokkum. Fyrsti keppnisflokkur dagsins var Junior Women (unglingaflokkur kvenna) Keppt var í öfugri úrslitaröð frá deginum áður og var mikil eftivænting í höllinni eftir íslensku stúlkunum. Lena Rut Ásgeirsdóttir var …