Fulltrúar Íslands á Norðurlandamótinu 2023

Fulltrúar Íslands á Norðurlandamótinu 2023

Skautasamband Íslands hefur valið þá skautara sem keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu á listskautum 1.-5. febrúar 2023.

Þeir skautarar sem keppa á Norðurlandamótinu eru:

Junior / unglingaflokkur:

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir
Lena Rut Ásgeirsdóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Advanced Novice / stúlknaflokkur:

Sædís Heba Guðmundsdóttir
Indíana Rós Ómarsdóttir

Mikil eftirvænting er eftir mótinu þar sem að mótið fer fram í Reykjavík. Keppt verður í Skautahöllinni í Laugardal en aðalæfingar (e. Official Practice) fara fram í Egilshöll.  Það verður mikið um dýrðir á skautasvellunum í Reykjavík þá dagana. Auk keppenda frá Norðurlöndunum geta skautarar frá öllum landssamböndum sem eru aðili að Alþjóða Skautasambandinu (ISU) sent skautara til keppni í flokkum Junior og Senior. Þannig geta skautarar því náð viðurkenndum lágmarksstigum sem gilda til lágmarka á Heimsmeistaramót fullorðinna, Heimsmeistaramót unglinga sem og inn á heimslista ISU. Við eigum því von á fjölmörgum gestum víðsvegar að úr heiminum til okkar í byrjun febrúar á næsta ári.

Translate »