Norðurlandamótið hefst eftir tvo daga

Norðurlandamótið fer fram dagana 28. janúar – 1. febrúar í Hvidøve í Danmörku. ÍSS sendir sex skautara til keppni. Í Advanced Novice Girls keppa þær Arna Dís Gísladóttir, Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Elysse Marie Alburo Mamalias og Ylfa Rún Guðmundsdóttir Í Junior Women keppir Sædís Heba Guðmundsdóttir og í Senoir Women …

Halla Björg Sigurþórsdóttir dæmir á Evrópumeistaramóti ISU

Halla Björg Sigurþórsdóttir mun dæma á Evrópumeistaramóti Alþjóðaskautasambandsins (ISU), sem fram fer í Sheffield. Með þessu verður hún fyrsti Íslendingurinn til að sitja í dómarapanel á Evrópumeistaramóti ISU. Halla hlaut ISU-dómararéttindi síðasta haust og er hún fyrsti Íslendingurinn sem fær slík réttindi. Um er að ræða æðstu dómararéttindi sem ISU …

Skautaárið 2025

Skautasamband Íslands sendir skauturum, þjálfurum, aðstandendum, félögum og landsmönnum öllum óskir um farsælt komandi ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Í lok árs er tilefni til þess að líta yfir farinn veg og rifja upp þann árangur sem skautarar okkar hafa sýnt á árinu. Árið …

Hraðasti skautari á Íslandi

Undanfarna mánuði hafa ÍSS og ÍHÍ í samstarfi við aðildarfélög sín staðið fyrir verkefninu Hraðasti skautari Íslands. Nú er fyrstu tímatöku lokið en enn eru tvær tímatökur eftir. Þátttakendur í þessu skemmtilega verkefni voru 72 úr öllum deildum allra félaga utan einnar og gaman að sjá hvernig skauturunum gekk. Nánar má lesa um verkefnið hér.

Fróðlegt verður að sjá úrslitin út úr næstu tímatökum og hvort skautararnir bæta sig.
Það verður síðan hröðustu tímar hvers og eins sem gilda í apríl þegar verðlaun verða veitt.

Skautarar ársins 2025

Stjórn Skautasambands Íslands, í samvinnu við Afreksnefnd ÍSS, hefur tilnefnt Sædísi Hebu Guðmundsdóttur sem skautakonu ársins 2025. Sædís Heba er 16 ára og æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Jönu Omelinová. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur tilnefningu til Skautakonu ársins. Sædís hóf árið á keppni á European …

Keppendur ÍSS á Norðurlandamóti 2026

Skautasamband Íslands hefur valið þá skautara sem keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu á listskautum sem fram fer í Hvidøvre í Danmörku 28.janúar – 1.febrúar nk. Fulltrúar ÍSS á mótinu verða: Advanced Novice: Arna Dís Gísladóttir Elín Katla Sveinbjörnsdóttir Elysse Marie Alburo Mamalias Ylfa Rún Guðmundsdóttir Junior Women Sædís Heba …

Íslandsmót ÍSS 2025

Íslandsmót og Íslandsmeistaramót ÍSS fór fram í skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi. Þar voru krýndir nýjir Íslandsmeistarar í öllum efstu flokkum ásamt því að keppt var í öllum keppnisflokkum ÍSS keppnislínu. Keppni hófst á laugardegi og voru það skautarar í Basic Novice sem hófu leikinn. Þetta er stór keppnisflokkur …

Skautahlaupsbúðir og fræðsluerindi um skautahlaup 28. nóvember

Föstudaginn þann 28. nóvember n.k. býður Erwin van der Werve, skautahlaupsþjálfari frá Akureyri í samvinnu við Styrktarfélag Skautahlaups á Akureyri og Eyjafirði, upp á skautabúðir fyrir skautara og þjálfara í skautahlaupi. Búðirnar verða í Skautahöllinni í Laugardal og eru ókeypis þátttakendum.Skautahlaup verður kynnt áhugasömum og opið öllum. Sérstök fræðsla verður …