Hraðasti Skautarinn

Skautasamband Íslands, í samvinnu við Íshokkísamband Íslands, fer af stað með verkefnið “Hraðasti Skautarinn”. Um er að ræða skemmtilegt verkefni sem gefur möguleika á uppbyggingu og framþróun skautara þvert á greinar. Verkefnið er opið öllum skauturum af öllum kynjum í skautahlaupi, listskautum og íshokkí fæddir 2013 eða 2014. Áhugasamir geta …

Elín Katla með Íslandsmet á Haustmóti ÍSS

Haustmót ÍSS fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi, 26.-28. september. Haustmót er fyrsta mót tímabilsins hjá ÍSS og er alltaf mikil spenna fyrir mótið. Fjöldi skautara tók þátt í bæði Keppnislínu ÍSS sem og Félagalínunni. Fullt af upprennandi skauturum sem og okkar bestu skautarar sem sýndu listir …

Halla Björg fær ISU réttindi dómara

Halla Björg Sigurþórsdóttir stóðst próf Alþjóðaskautasambandsins til ISU réttinda dómara um síðustu helgi. Að vera ISU dómari veitir einstaklingum, meðal annars, réttindi til þess að dæma á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti og jafnframt á Ólympíuleikum. Hún er fyrsti Íslendingurinn til þess að fá þessi réttindi. Prófið sjálft er tekið yfir 48 …

Haustmót ÍSS 2025

Haustmót ÍSS fer fram Í Skautahöllinni í Laugardal nú um helgina. Mótshaldari er Skautafélag Reykjavíkur. Skráðir eru 116 keppendur frá Íþróttafélaginu Öspinni, Skautafélagi Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Ungmennafélaginu Fjölni. Mótið er hluti af Bikarmótaröð ÍSS. Dregið hefur verið í keppnisröð og má finna upplýsingar um keppnisröð og dagsskrá hér Að …

Júlía Sylvía og Manuel keppa á Ólympíu-úrtökumóti!

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Pizza eru nú stödd í Beijing, Kína, þar sem þau keppa um síðustu 3 sætin á Ólympíuleikunum 2026. Samtals eru 19 pláss fyrir pör í paraskautun á ÓL2026. Á heimsmeistaramótinu í mars síðastliðinum tryggðu 16 pör sér keppnisrétt og eru því eingöngu 3 laus pláss …

Námskeið starfsfólks á panel 2025

Við viljum minna á ­nám­skeið fyrir starfsfólk á penel í listskautum sem auglýst var fyrst þann 5. júní. Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þátttöku sína í heimi listskauta og opnar á óteljandi möguleika. Námskeiðið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 15.-17. ágúst. Boðið er upp á námskeið fyrir …