
ÍSS leitar að Hraðasta Skautara Íslands
Skautasamband Íslands, í samvinnu við Íshokkísamband Íslands, fer af stað með verkefnið "Hraðasti Skautarinn".
Um er að ræða skemmtilegt verkefni sem gefur möguleika á uppbyggingu og framþróun skautara þvert á greinar.
Verkefnið er opið öllum skauturum af öllum kynjum í skautahlaupi, listskautum og íshokkí fæddir 2013 eða 2014.
Áhugasamir geta haft samband við speed@iceskate.is og fengið frekari upplýsingar um verkefnið. En allir þjálfarar hafa fengið leiðbeiningar um þátttöku.
Kynntu þér verkefnið nánar hér