Heiðursverðlaun ÍSS 2022

Heiðursverðlaun ÍSS 2022

Skautasambands Íslands veitti á 23. Skautaþingi sínu Heiðursverðlaun ÍSS í fjórða sinn.

Að þessu sinn veitti stjórn þremur einstaklingum Silfurmerki ÍSS.

Silfurmerki ÍSS er veitt þeim sem hafa unnið ötult og óeigingjarnt starf í þágu skautaíþrótta á Íslandi í 10 ár, eða þegar stjórn þykir sérstök ástæða til.

Halla Björg Sigurþórsdóttir

Halla Björg hóf skautaferil sinn hjá Skautafélagi Reykjavíkur þar sem hún keppti í einstaklingsskautum og fór svo snemma að æfa samhæfðan skautadans, eða synchro.

Síðustu 10 árin hefur Halla starfað með og fyrir ÍSS í hinum ýmsu verkefnum.

Hún er starfsmaður og dómara- og tæknipanel og sinnir þar ýmsum stöðurm. Hún er bæði dómari og yfirdómari. Hefur réttindi tæknistjórnanda og DRO. Dæmir einstaklings og paraskautun í IJS kerfinu ásamt því að dæma í Special Olympics og Félagalínu ÍSS.

Halla Björg hefur alþjóðleg dómararéttindi frá ISU, en hún náði þeim áfanga að vera yngsti dómari sem ISU hefur gefið alþjóðleg réttindi. Í sumar stefnir Halla að því að sækja alþjóðleg réttindi tæknistjórnanda, eða TC, og verður hún þá fyrst Íslendinag til þess að reyna við þau réttindi. Hún hefði átt að fara á síðasta ári, en vegna covid-19 var námskeiðið fellt niður í það skiptið.

Halla hefur sinnt nefndarstörfum hjá ÍSS til fjölda ára, bæði í Grunnprófsnefnd sem og Dómara- og tækninefnd en þar er hún sitjandi formaður.

Við uppfærslu á dómarakerfi Félagalínu ÍSS leiddi Halla það verkefni og setti upp forrit sem heldur utan um dómgæsluna þar.

Einnig hefur Halla miðlað af reynslu sinni og þekkingu til nýrra dómaraefna og gerir það af mikilli kostgæfni.

Halla Björg er vel að þessari viðurkenningu komin og óskar stjórn ÍSS henni innilega til hamingju. Um leið og við þökkum fyrir störf hennar í gegnum tíðina þá hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.

June Eva Clark

June sat í stjón ÍSS í fjölda ára og sinnti formennsku á frá 2007 til 2012. Á þeim tíma sem fór June sem fulltrúi ÍSS á tvö ISU þing.

Þar byggði hún upp mjög gott og sterkt tengslanet innan alþjóðlega skautasamfélagsins sem ÍSS býr enn að í dag.

Samhliða setu sinni sem formaður vann June á skrifstofu ÍSS og rak í raun allt sambandið og alla vinnuna sem þar fór fram.

Í vinnu sinni fyrir ÍSS lagði June grunn að miklu og góðu starfi fyrir sambandið. Má þar nefna t.d. uppbyggingu grunnprófa ÍSS og nefndum sem starfa innan ÍSS. Einnig var hún í skipulagnsnefnd fyrri Finnlandsverkefnið svokallaða.

Hún vann hart að því að ná synchro aftur á strik á Íslandi, en eins og þið vitið erum við ennþá í þeirri vinnu.

June lagði mikla áherslu á að vel væri haldið utan um afreksskautara ÍSS og að til væru menntaðir íslenskir starfsmenn á dómarapanel.

Hún reyndi í hvívetna að skapa tækifæri fyrir Íslendinga, hvort sem það voru skautarar, starfsmenn eða þjálfarar.

June er vel að þessari viðurkenningu komin og óskar stjórn ÍSS henni innilega til hamingju.

Sunna Björk Mogensen

Sunna Björk hóf skautaferil sinn hjá Skautafélagi Reykjavíkur þar sem hún keppti í einstaklingsskautum og fór svo snemma að æfa samhæfðan skautadans, eða synchro. Hún keppti fyrir Íslands hönd með Ísmolunum meðal annars á tveimur heimsmeistaramótum.

Sunna Björk hefur starfað fyrir ÍSS á ýmsum sviðum síðustu 17 árin.

Hún er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi til þess að fá DRO réttindi og hefur hún starfað á lang flestum ÍSS mótum síðan að IJS kerfið var tekið í notkun á sínum tíma. Sunna er með ISU réttindi DRO og er hún fyrsti, og eini, starfsmaður ÍSS með ISU réttindi.

Hún hefur starfað á öllum Norðurlandamótum síðan að hún fékk alþjóðleg réttindi ásamt því að stafa á fjölda alþjóðlegra móta ár hvert.

Einnig hefur hún reglulega haldið námskeið fyrir upprennandi starfsmenn í stöðu DRO á dómarapanel á Íslandi.

Sunna Björk er með þjálfararéttindi og hefur verið mikill drifkraftur í synchro þjálfun á Íslandi. Hún hefur mikla reynslu af þjálfun í synchro og þjálfaði lið bæði hjá SR og Birninum.

Hún hefur unnið með ÍSS að uppbyggingu á synchro á Íslandi á ný og er hún einn af stofnendum Skautafélagsins Jökull.

Þar heldur hún einnig úti kennslu á rúlluskautum sem styður vel við þær áætlanir ÍSS um að rúlluskautaíþróttir muni heyra undir ÍSS.

Sunna Björk er vel að þessari viðurkenningu komin og óskar stjórn ÍSS henni innilega til hamingju. Um leið og við þökkum fyrir störf hennar í gegnum tíðina þá hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.

Translate »