Frá 23. Skautaþingi ÍSS

Frá 23. Skautaþingi ÍSS

23. Skautaþing ÍSS fór fram í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg í Reykjavík þann 30. apríl sl.

Svara Hróðný Jónsdóttir, formaður ÍSS, setti þingið og var Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri ÍSS, kjörinn þingforseti.
Þingið var vel sótt af fulltrúm allra aðildarfélaga ásamt nefndarmönnum.
Kynntar voru fjárhagsáætlun og afreksstefna, þær ræddar og samþykktar með örlitlum breytingum á fjárhagsáætlun.
Stjórn setti fram nokkrar lagabreytingatillögur, þar sem ein var felld en aðrar samþykktar samhljóða.

Kosið var um tvo aðalmenn og einn varamann í stjórn. Allir aðilar í framboði voru sjálfkjörnir. María Forstescue og Þóra Sigríður Torfadóttir voru kjörnar áfram sem aðalmenn. Kristel Björk Þórisdóttir var kjörin í stöðu varamanns. Allir stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára.

Jóhanna Helga Þorkelsdóttir, fráfarandi varastjórnarmaður, var leyst út með blómum í þakklætisskyni fyrir sín störf.

Mótanefnd ÍSS veitti fjórar viðurkenningar til sjáflboðaliða. Viðurkenninguna hlutu Margrét Ösp Stefánsdóttir, Anna Gígja Krisjánsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Waleska Giraldo Þorsteinsson. Fengu þær blóm og bókina Sprakkar eftur Elizu Reid, forsetafrú Íslands.

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, mættu á þingið fyrir hönd ÍSÍ og hélt Andri tölu í liðnum; Ávarp gesta.

Á þinginu voru þrír aðilar sæmdir Silfurmerki ÍSS

Halla Björg Sigurþórsdóttir
June Eva Clark
Sunna Björk Mogensen

Þingið fór vel fram og voru umræður málefnalegar og uppbyggilegar.

Translate »