Opið fyrir skráningar á Reykjavíkurleikana 2021

Opið fyrir skráningar á Reykjavíkurleikana 2021

Opið er fyrir skráningar á Reykjavíkurleikana 2021 (RIG21) frá og með laugardeginum 9. janúar.
Skráning er opin til kl.23:59 þann 19. janúar.

Skráning á æfingar fer fram í gegnum NÓRA. Æfingar eru gjaldfrjálsar en við biðjum um að þeir sem ætla sér að nýta opnar æfingar skrái sig.

Seinskráning:
Boðið er upp á seinskráningu eftir að venjubundinn skráningarfrestur er liðinn. Seinskráningargjald er tvöfalt keppnisgjald og opnast seinskráningarmöguleiki í Nóra eftir að venjubundinn skráningarfrestur er liðinn einungis fyrir þá sem ekki eru þegar skráðir. Síðasti möguleiki á seinskráningu er kl. 23.59 þann 22. janúar. Ekki er hægt að skrá keppendur eftir að seinskráningarfrestur er liðinn.

ATHUGIÐ! Ef hætta verður við mótið vegna aðgerða almannavarna vegna Covid19 verða mótsgjöld endurgreidd.

Allar upplýsingar um mótið og fréttir af mótinu er að finna á vefsíðu mótsins: www.iceskate.is/rig2021
Translate »