21. Skautaþing ÍSS – seinna fundarboð

21. Skautaþing ÍSS – seinna fundarboð

Síðara fundarboð á 21. Skautaþing ÍSS, 13. september 2020

  1. Þingstaður
    Þingið verður haldið í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, 104 Reykjavík, í sal E
  2. Þingsetning
    Þingsetning verður kl. 11:30 þann 13. september 2020. Þingslit eru áætluð kl.16:00. Ekki er boðið uppá hádegisverð, vegna aðstæðna, en boðið verður uppá kaffi og aðra drykki ásamt léttum veitingum í lokuðum umbúðum.
  3. Þinggögn
    Þinggögn verða ekki prentuð út. Þingfulltrúar eru hvattir til að mæta með fartölvur/spjaldtölvur. Bent er á að það getur verið heppilegt að hlaða niður gögnum áður en til þingsins er haldið til létta álagið á netinu á þingstað.
  4. Dagskrá samkv. 9 grein laga ÍSS
    1. Þingsetning
    2. Kosin þriggja manna kjörbréfanefnd
    3. Kosning þingforseta
    4. Konsing þingritara
    5. Skýrsla stjórnar lögð fram
    6. Ársuppgjör sambandsins lagt fram
    7. Umræður og samþykkt reikninga
    8. Ávarp gesta
    9. Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram
    10. Kosning þingnefnda
    11. Lagabreytingatillögur
    12. Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði og önnur mál sem lögð hafa verið fyrir þingið ef þingmeirihluti leyfir
    13. Þingnefndir taka til starfa
    14. Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum
    15. Umræður um tillögur nefnda og atkvæðagreiðslur um þær
    16. Kosning stjórnar ÍSS og varastjórnar, skv. 12. gr.
    17. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
    18. Þingslit

 

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu

Translate »