Pure as Ice

Pure as Ice

Frá og með janúar 2021 mun þekking á lyfjareglum og lyfjaeftirliti vera skylda fyrir alla íþróttamenn, samkvæmt lögum Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Aðal grundvöllur þess er að allir hafi greiðan aðgang að námsefni og námsáætlun.

Skautarar og aðrir innan íþróttarinnar geta notast við "Pure as Ice" stafrænt námskeið til vottunar á þekkingu á lyfjareglum (e.Anti-Doping eLearning certification course), sem gefið er út af Alþjóða skautasambandinu (ISU). Þar fræðumst við um skyldur okkar, og annarra, gagnvart lyfjareglum og lyfjaeftirliti og því hvernig við höldum íþróttinni okkar hreinni af lyfjamisnotkun (e. Clean Sport).

Allir innan skautaíþrótta, sérstaklega skautarar, verða að kynna sér þetta námsefni og fá vottorð um að því sé lokið frá ISU.

Hjálpumst að við að halda íþróttinni okkar hreinni!

Hér er hægt að skrá sig á stafrænt námskeið. 

Translate »