21. Skautaþing ÍSS: Tilkynning frá Stjórn ÍSS

21. Skautaþing ÍSS: Tilkynning frá Stjórn ÍSS

21. Skautaþing ÍSS

Samkvæmt 6. grein laga ÍSS skal Skautaþing haldið árlega í apríl eða maí.

Sökum aðstæðna er ljóst að ekki verður hægt að halda Skautaþing innan tilsettra dagsetninga að þessu sinni.

Stjórn ÍSS hefur ákveðið að 21. Skautaþing ÍSS skuli fara fram laugardaginn 5. september 2020 í Reykjavík.

Stjórn ÍSS mun fylgjast með leiðbeiningum stjórnvalda og upplýsa aðildarfélög eins fljótt og auðið er ef frekari breytinga er þörf til þess að tryggja öryggi allra viðstaddra.

Formlegt fundarboð með fundargögnum, frekari upplýsingum og nánari tímasetningu verður sent út innan tilskilins frests þannig að löglega verði boðað til þinsins.

fh. Stjórnar ÍSS

Guðbjört Erlendsdóttir
Formaður

Translate »