Bikarmeistari ÍSS 2020

Bikarmeistari ÍSS 2020

Bikarmeistar ÍSS 2020 er Skautafélag Akureyrar

Samkvæmt Reglugerð ÍSS nr. 311 skal það félag sem er bikarmeistari vera krýnt í lok síðasta móts bikarmótaraðarinnar fyrir það tímabil sem um ræðir.

Í ljós aðstæðna þurfti að aflýsa síðasta móti bikarmótaraðarinnar fyrir tímabilið 2019-2020.

Stjórn ÍSS hefur ákveðið að einungis tvö mót falli undir Bikarmótaröðina að þessu sinni, en það eru Haustmót ÍSS og Vetrarmót ÍSS.

Bikarmeistari Skautasambands Íslands 2020 er Skautafélag Akureyrar.

Krýning Bikarmeistara 2020 mun fara fram á fyrsta móti næsta tímabils.

Stigatafla Bikarmótaraðar ÍSS 2019 - 2020

 

Skautafélag Akureyrar Fjölnir Skautafélag Reykjavíkur
Haustmót ÍSS 15 13 11
Vetrarmót ÍSS 43 37 37
     
Samtals stig: 58 50 48
Translate »