Tilkynning frá stjórn ÍSS vegna Skautaþings 2020

Tilkynning frá stjórn ÍSS vegna Skautaþings 2020

21. Skautaþing ÍSS 2020

Samkvæmt lögum ÍSS ber að senda út fundarboð á Skautaþing þann 28.mars nk. Í ljósi aðstæðna er ekki ljóst hvort að þing geti farið fram á settum tíma.

Stjórn ÍSS mun fylgjast með leiðbeiningum stjórnvalda og boða til skautaþings eins fljótt og auðið er, en samt þannig að hægt sé að tryggja öryggi allra viðstaddra.

Við reynum eftir fremsta megni að boða með fjögurra vikna fyrirvara á þingið, en ef til þess kemur að boðað verði með styttri fyrirvara biðjum við aðildarfélög að sýna okkur skilning í ljósi aðstæðna.

fh. Stjórnar ÍSS

Guðbjört Erlendsdóttir
Formaður

Translate »