Vormóti ÍSS 2020 aflýst

Vormóti ÍSS 2020 aflýst

Yfirlýsing frá Skautasambandi Íslands og Listskautadeild Skautafélags Akureyrar

Í ljósi þess að stjórnvöld á Íslandi hafa sett samkomubann frá og með 15.mars næstkomandi hefur Skautasamband Íslands, í samráði við Listskautadeild Skautafélags Akureyrar, ákveðið að aflýsa Vormóti ÍSS 2020.

Ákvörðun um hvort verði hægt að halda mótið á öðrum dagsetningum verður tekin síðar. Það verður ekki gert nema hægt sé að tryggja öryggi allra þátttakenda og þeirra sem að mótinu koma.

Þar sem að þetta ætti að vera síðasta mótið í Bikarmótaröð ÍSS verður stjórn ÍSS að meta stöðuna. Tilkynning um breytt fyrirkomulag verður send út um leið og hún er tilbúin.

Þeir keppendur sem skráðir eru á mótið og hafa greitt keppnisgjöld geta óskað eftir endurgreiðslu.
Keppendur á ÍSS móti:
Senda þarf upplýsingar um nafn keppanda ásamt kennitölu hans, reikningsnúmer og kennitölu eiganda reikningins á gjaldkeri@iceskate.is

Endugreiðsla vegna Vinamóts LSA hefur þegar verið framkvæmd.

 

 

 

Translate »