Framboðsfrestur framlengdur

Framboðsfrestur framlengdur

Framboð til stjórnar Skautasambands Íslands

Kjörnefnd ÍSS óskar eftir framboðum fyrir Skautaþing 2020

Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann.

Á skautaþingi 2020 verður því, skv. lögum ÍSS, kosið um formann, tvo aðalmenn og einn varamann til tveggja ára.
Um hæfi til stjórnarsetu er vísað í 7.grein laga ÍSS á heimasíðu www.iceskate.is

Framboðsfrestur rann  út 4.apríl 2020 en kjörnefnd hefur samþykkt að framlengja framboðsfresti  til og með 4. maí  2020.
Í ljósi aðstæðna er ekki vitað hvenær þing verður haldið og því gæti dagsetningin breyst.
Framboðum skal skilað til kjörnefndar, á netfangið info@iceskate.is

 

Kjörnefnd skipa:

Helgi Páll Þórisson - Skautadeild Aspar
Hrafnhildur Guðjónsdóttir– SA
Rakel Hákonardóttir – Fjölnir
Ólafur S.K. Þorvaldz - SR

Translate »