Reykjavík International Games: Dagur 2

Reykjavík International Games: Dagur 2

Anna Albisetti from Switzerland wins Advanced Novice Girls

Nikolaj Mölgaard Pedersen was the only competitor in Senior Men. He is the silver medalist from the Danish National Championships in December and is competing at the Nordics in Norway in two weeks. He got 41.81 points for his short program.

Edward Appleby from Great Britain was also the only skater in his category Junior Men. Edward attempted a triple Axel, a jump we don't often see here in Iceland. After the short program he has 45.71 points.

The Senior Ladies where 7, four of them skating for Norway. Marianne Stålen, who was third at the Norwegian National Championships earlier this month, is first after the short program with 40.97 points. Second is Oliwia Rzepiel from Poland with 40.44 points and third is Louisa Warwin from Norway with 39.79 points.

17 skaters competed today in Junior Ladies. This is quite a large group of skaters mainly because their points are valid for minimums for Junior Worlds. In the first group were three Icelandic skaters. Aldís Kara Bergsdóttir, the Icelandic National Champion, has been improving a lot in the last year and broken record after record. This competition was no exception and she set an Icelandic record for the short program in Junior with 45.25 points and in addition to that reached the minimums for Junior Worlds in short program. Skaters need the minimums in both short and free programs so we wait and see how tomorrow goes for her. Aldís Kara also is now the first Icelandic skater to land a triple Loop, with no under rotation, in competition. Aldís is second after the short. First after the short program is Marija Bolsheva from Latvia with 48.01 points and third is Elena Komova from Great Britain with 41.55 points. Marta María Jóhannsdóttir is only 0.18 points behind her after a great skating day.

Last group to skate was Advanced Novice with Free program. It was expected that the podium was open to a lot of skaters since skaters in 2.-5. place after the short were close in points. Anna Albisetti from Switzerland, who was first after the short, got 51.15 for her free program with two double Axels, a triple Salchow and a triple Toeloop. Júlía Rós Viðarsdóttir, from Iceland, was second after the short and skated her free program beautifully and got 51.69 points for it. Lucy Gardiner from Great Britain had been third after the short, today she showed two double Axels and a great program that landed her 52.38 points. It was Arabella Sear-Watkins from Great Britain that won the Free program with a great program to music from Cats. At the end of the day Anna Albisetti kept her first place with 86.18 in total score. Second was Arabella Sear-Watkins with 81.39 total points and third was Lucy Garnier with 81.34 points. Júlía Rós was just behind her only 0.65 points short of the podium with 80.69 total points.

This concludes our second day of competition in Figure Skating at the Reykjavik International Games. Tomorrow we finish with Junior Men, Junior Ladies, Senior Men and Senior Ladies skating their free programs starting at 11am.

Þvílík met féllu í skautahöllinni í dag

Nikolaj Mölgaard Pedersen var eini keppandinn í senior men (fullorðinsflokki karla). Nikolaj fékk silfurverðlaun á Danmerkurmeistaramótinu í desember og er á leið á Norðurlandamótið í Noregi eftir hálfan mánuð. Hann náði stökkunum sínum með ágætum en spinnarnir gengu misjafnlega hjá honum í dag. Hann fékk fyrir stutta prógramið sitt 41.81 stig.

Edward Appleby var eini Junior men (unglingastig karla) keppandinn en hann kemur frá Bretlandi. Edward reyndi þrefaldan Axel sem er stökk sem við sjáum ekki oft hér á Íslandi. Eftir stutta prógramið uppskar hann 45.71 stig.

Keppendur í Senior ladies (fullorðinsflokki kvenna) voru sjö. Fjórar norskar stúlkur voru skráðar og voru þær atkvæðamiklar í keppni dagsins. Marianne Stålen, sem varð þriðja á norska meistaramótinu um daginn skipaði sér í efsta sæti með fallegu prógrami og 40.97 stigum. Í öðru sæti lenti Oliwia Rzepiel frá Póllandi með 40.44 stig og í því þriðja er Louisa Warwin frá Noregi með 39.79 stig.

Þá var komið að Junior ladies (unglingastig kvenna). Mjög margir keppendur voru skráðir til keppni í flokkinum eða alls 17. Það er ekki síst vegna þess að stigin geta gilt inn á Heimsmeistarmót unglinga. Strax í fyrsta upphitunarhópi voru þrír af íslensku keppendunum og allar komnar til að gera sitt allra besta. Aldís Kara Bergsdóttir, íslandsmeistari í junior skautaði fimmta. Aldís hefur verið á mikilli siglingu og sett hvert metið á fætur öðru frá síðustu Reykjavíkurleikum þar sem hún vann til silfurverðlauna. Hún gerði sér lítið fyrir og setti einnig stigamet hér í stuttu prógrami eða 45.25 stig og náði lágmörkum á Heimsmeistaramót unglinga í prógraminu. Keppendur þurfa að ná lágmörkum í báðum prógrömum og bíðum við eftir hvernig morgundagurinn gengur hjá henni. Aldís Kara skrifaði einnig nýtt stökk á spjöld íslensku skautasögunnar þegar hún fór þrefalt Loop og er það í fyrsta skiptið sem það sést fullgilt hjá íslenskum skautara. Aldís situr í öðru sæti eftir daginn. Fyrir ofan hana með 48.01 stig er Marija Bolsheva frá Lettlandi og í þriðja sæti er Elena Komova frá Bretlandi með 41.55 stig. Marta María Jóhannsdóttir á einungis 0.18 stig í hana eftir góðan dag.

Síðasti flokkur dagsins var Advanced novice (efstastig stúlkna) og voru þær stúlkur að keppa með frjálsa prógramið og úrslit því kunn eftir daginn. Búist hafði verið við að einhverjar sviptingar gætu orðið á efstu sætunum þar sem keppendur í sætu. 2 til 5 voru mjög nálægt hver öðrum í stigum. Anna Albisetti frá Sviss sem sat í fyrsta sæti eftir fyrri daginn mætti með tvo tvöfalda Axela og eitt þrefalt Salchow og þrefalt Toeloop og fékk 51.15 stig. Júlía Rós Viðarsdóttir sem hafði verið í öðru sæti eftir stutta prógramið skautaði ljúflega í gegnum sínar æfingar og hlaut fyrir 51.69 stig. Í þriðja sæti eftir fyrri dag hafðu svo Lucy Gardnier frá Bretlandi verið og í dag framkvæmdi hún tvo glæsilega tvöfalda Axela og glæsilegt prógram og 52.38 stig. Það var svo Arabella Sear-Watkins frá Bretlandi sem sprengdi skalann í dag og var hæst í frjálsa prógraminu eftir að hafa framkvæmt tvo tvöfalda Axela við skemmtilega tónlist úr Cats söngleiknum. Þegar upp var staðið var forskot Önnu Albisetti ekki toppað og krækti hún í gullið með 86.18 stig. Önnur varð svo Arabella Sear-Watkins með 81.39 stig og þriðja varð Lucy Gardnier með 81.34 stig. Júlía Rós Viðarsdóttir var síðan einungis 0.65 stigum á eftir henni í fjórða sætinu með 80.69 stig.

Öðrum keppnisdegi er nú lokið á listskautahluta Reykjavíkurleikanna. Á morgun lýkur keppni í Junior men, Junior ladies, Senior men og Senior Ladies með frjálsum prógrömmum. Keppni hefst kl.11:00.

Translate »