Reykjavik International Games: Dagur 1

Reykjavik International Games: Dagur 1

The Figure Skating competition of the Reykjavik International Games started on Friday. Figure skating is one of the sports that has been a part of the Games since the beginning, or for 13 years. Fridays competition was the Inteclub competition where competitors compete according to the Icelandic Interclub rules. Everyone was happy to skate and participate but the severe weather conditions in Iceland had affected the start of the competition. There was even a question wether the officials would even make it to Iceland. The competition was postponed for 7 hours and a part of the judges panel arrived in house with only minutes to spare before the start of the competition.

First skaters on the ice where Chicks and Cubs. In these categories the total score is not announced at competition, but every competitor received a participation diploma. Next on the ice was Basic Novice and all the top three skaters where from Kristal Ice skating club in Riga, Latvia. Kira Baranovska got gold, Polina Voronko silver and Veronika Lucko the bronze.

Advanced Novice Girls came next. This is the youngest international category. With 9 competitors who compete with 2 programs. Short, technical program, the first day and a free program the second day. In the short program the leading skaters are Anna Albisetti from Switzerland with 35.03 points, Júlía Rós Viðarsdóttir with 29 points and Lucy Gardnier from Great Britain with 28.96 points. Free Skating will continue on Saturday and the podium is up for grabs since skaters in second to fifth place only differ within one point in scores.

Last categories of the day where Intermediate Novice and Intermediate Ladies. Novices where 7 skaters competing. In first place was Danniella McGarrity from Kyle Figure Skating Club with 30.90 points, second was Sofija Porojkova from Kristal Ice with 29.51 points and third was Lena Rut Ásgeirsdóttir from Fjölnir with 26.87 points. Last category was Intermediate Ladies. All skaters are from Skautafélag Reykjavíkur in Iceland. In first place was Þórunn Lovísa Löve with 32.41 points, second was Edda Steinþórsdóttir with 26.47 points and third was Anna Björk Benjamónsdóttir with 24.81 points.

The competition finished a little aftre 10pm after a long day.

The Figure skating competition will continue on Saturday at 12pm

--

Keppni hófst á föstudag  á listskautum í Skautahöllinni í Laugardal. Listskautakeppnin er ein af elstu keppnisgreinum á Reykjavíkurleikunum og hefur vaxið og dafnað ár frá ári. Keppnin í dag var á Interclub hluta mótsins þar sem keppt er í yngri flokkum eftir íslenskum keppnisreglum. Gleðin var við völd þrátt fyrir að mikið hafi gengið á síðasta sólarhringinn þar sem veðrið setti mikið strik í reikninginn og var t.d. tvísýnt að dómararnir sem fengnir höfðu verið til að dæma keppnina kæmust yfir höfuð til landsins. Seinka þurfti keppninni af þeim sökum um 7 klukkustundir og mætti hluti dómaraliðsins beint af flugvellinum í keppnina.

Fyrstu keppendur dagsins voru þeir yngstu í flokkum Chicks og Cubs. Ekki er raðað í verðlaunasæti í þessum flokkum heldur fá allir þátttökuviðurkenningu. Eftir heflunarhlé var komið að hópi Basic Novice og í verðlaunasætin röðuðu sér þrjár stúlkur frá Kristal Ice klúbbnum í Riga í Lettlandi þar sem Kira Baranovska hlaut gullið, Polina Voronko silfur og Veronika Lucko bronsið.

Þá var hafin keppni með stuttu prógrami í Advanced Novice sem er yngsti alþjóðlegi flokkurinn. Keppendur voru 9 talsins og keppt er með 2 prógröm. Stutt tækniprógram fyrri daginn og frjálst prógram seinni daginn. Í stutta prógraminu stóð úrslitaröð eftir daginnn þannig að hin swissneska Anna Albisetti var efst með 35.03 stig. Í öðru sætur situr Íslandsmeistarinn í þessum flokki, Júlía Rós Viðarsdóttir, með 29 stig slétt og í því þriðja Lucy Gardnier frá Bretlandi með 28.96 stig. Keppt verður með frjálst prógram á laugardag og getur allt gerst þar sem innan við stig skilur að stúlkurnar í öðru til fimmta sæti.

Síðustu keppnisflokkar dagsins voru Intermediate Novice og Intermediate ladies. Stúlknahópurinn hafði skráða sjö keppendur og svo fór að Danniella McGarrity frá Bretlandi stóð uppi sem sigurvegari með 30.90 stig. Önnur varð Sofija Porojkova frá Lettlandi á 29.51 stigi og bronsið hlaut hin íslenska Lena Rut Ásgeirsdóttir með 26.87 stig. Síðastar á ísinn voru síðan Intermediate ladies. Allir keppendur voru frá Íslandi og röðuðu þær sér eftirfarandi; í fyrsta sæti varð Þórunn Lovísa Löve með 32.41 stig, önnur varð Edda Steinþórsdóttir með 26.47 stig og í því þriðja varð Anna Björk Benjamínsdóttir með 24.81 stig.
Keppni lauk ekki fyrr en að ganga 11 og því langur dagur að kveldi kominn.

Keppni hefst aftur á laugardag, 25. janúar kl.12:00

Translate »