Aldís Kara með Íslandsmet á RIG2019

Aldís Kara með Íslandsmet á RIG2019

Vert er að minnast á að á nýafstöðnum Reykjavíkurleikum (RIG 2019) féllu nokkur met í skautaíþróttinni á Íslandi:

Aldís Kara Bergsdóttir setti nýtt íslenskt stigamet með 108.45 stigum. Eru það hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið í keppni. Metið er þar af leiðandi einnig íslandsmet í Junior Ladies. Aldís Kara setti einnig stigamet í frjálsu prógrami í Junior Ladies upp á 72.12 stig. Það met er einnig hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið fyrir frjálst prógram.

Einnig settu nokkrir skautarar persónuleg met:

Advanced novice:

  • Júlía Rós Viðarsdóttir persónulegt met 77.91 stig
  • Aníta Núr Magnúsdóttir persónulegt met 61.25 stig
  • Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir persónulegt met 63.76 stig
  • Margrét Eva Borgþórsdóttir persónulegt met 60.26

Junior:

  • Marta María Jóhannsdóttir persónulegt með 107.12 stig

 

Íþróttin er á stöðugri uppleið og gaman að sjá svo mörg met falla á mótinu okkar. Einhverja vantaði á mótið sökum meiðsla og við hlökkum til að sjá þá þegar þeir hafa jafnað sig. Allir íslensku keppendurnir stóðu sig með prýði og voru landi sínu og íþrótt til sóma.

Translate »