Íslandsmót 2018: Dagskrá og keppendalisti

Íslandsmót 2018: Dagskrá og keppendalisti

Búið er að birta dagskrá og keppendalista fyrir Íslandsmót ÍSS 2018.

Hægt er að sjá allar upplýsingar er varða Íslandsmót hér: www.iceskate.is/islandsmot-iss

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.

Aðalæfingar verða fyrir flokka er keppa til Íslandsmeistaratitils, Advanced novice, Junior og Senior. Aðalæfingar eru hluti Íslandsmeistaramóts og eru keppendur í þessum flokkum sjálfkrafa skráðir á æfingarnar. Aðalæfingar eru án endurgjalds og á þeim er mætingaskylda.

Við minnum á að skrá keppendur á opnar æfingar, sé ætlunin að nýta sér þær.
Allar upplýsingar um opnar æfingar er hægt að finna á vefsíðunni.
Skráningarfrestur á opnar æfingar er kl.21:00 miðvikudaginn 28. nóvember.

Translate »