Program Components námskeið

Program Components námskeið

Nú um helgina fer fram námskeið á vegum ÍSS í Program Components.

Á námskeiðinu eru saman komin dómarar, þjálfarar og þeir skautarar sem náð hafa viðmiðum ÍSS í Afrekshóp, Úrvalshóp og Ungir og efnilegir.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Paolo Pizzocari. Hann er ISU yfirdómar (e.Referee) og ISU Tæknistjórnandi (TC e.Technical Controller).
Hann hefur mikla reynslu í sínu starfi og hefur haldið sambærilegt námskeið víðsvegar um heiminn. Hann ásamt samstarfsfélögum sínum settu saman kennsluefnið sjálft sem er af mörgum talið eitt það besta sem unnið er með.

Námskeiðið fer vel af stað og er það von Skautasambandsins að allir þátttakendur öðlist dýpri og betri þekkingu á viðfangsefninu í lok helgarinnar.

En hvað eru Program Components ?

Einkunnir sem dómarar gefa fyrir prógröm skautara skiptast upp í tvo hluta; tæknieinkunn og listfengieinkunn.

Program Components eru fimm einkunnir sem byggja upp listfengieinkunnina (e.Presentation Score)
Einkunnir eru gefnar á bilinu 0.25 - 10.00 fyrir heildar samsetningu prógrams.
Þessar fimm einkunnir eru:
Grunnskautun (e.Skating Skills)
Tengingar (e.Transitions)
Framkvæmd prógrams (e.Performance)
Samsetning prógrams (e.Compostition)
Túlkun (e.Interpretation of Music)

Translate »