Samstarfssamningur undirritaður

Samstarfssamningur undirritaður

Capital Hotels á Íslandi og ÍSS í samstarf

Í dag skrifaði Skautasambandið undir tímamótasamning við Capital Hotels á Íslandi um stuðning við sambandið vegna hótelgistingar dómara á mótum í vetur.

Árni Valur Sólonsson, framkvæmdastjóri hótelanna og María Fortescue, framkvæmdastjóri ÍSS, ljáðu samningnum undirskrift sína í húsakynnum ÍSS í morgun.

Capital Hotels samanstendur af fimm hótelum sem rekin eru á Íslandi

City Park Hotel í Ármúla
City Center Hotel
í Austurstræti
The Capital Inn í suðurhlíðum Fossvogs
4th Floor Hotel við Snorrabraut
B59 Hotel í Borgarnesi

Translate »