Marta María fyrsti skautari til að ná viðmiðum í Afrekshóp ÍSS

Marta María fyrsti skautari til að ná viðmiðum í Afrekshóp ÍSS

Eftir brösulega byrjun, þar sem að íslenska veðráttan setti strik í reikninginn, hófst Íslandsmeistaramót ÍSS 2017 í dag. Fresta þurfti dagskrá og var því eingöngu keppt í stuttu prógrami, SP, hjá Advanced Novice, Junior og Senior.

Í Advanced Novice eru níu keppendur, þar er Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, SA, í efsta sæti og setti hún stigamet í stuttu prógrami með 36.40 stig. Í öðru sæti er Viktoría Lind Björnsdóttir. SR, með 29.67 stig og í þriðja sæti er Aldís Kara Bergsdóttir, SA, með 25.31 stig.

Í Junior eru sex keppendur, þar er Marta María Jóhannsdóttir, SA, í efsta sæti með 35.77 stig. Marta María var í dag fyrst íslenskra skautara til þess að ná viðmiðum í stuttu prógrami í Afrekshóp ÍSS. Þar miðast viðmiðin við tæknistig (e.Technical Element Score, TES) og er lágmarkið 20.00 tæknistig, Marta var með 20.37 stig.
Í öðru sæti er Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, með 31.26 stig og í þriðja sæti er Helga Karen Pedersen, SB, með 25.40 stig. Strax á eftir í fjórða sæti með 25.39 stig er Herdís Birna Hjaltalín. Svo að það er greinilegt að keppni í frjálsi prógrami verður spennandi á morgun.

Í Senior eru tveir keppendur. Júlía Grétarsdóttir, SB, er efst með 31.19 stig og í öðru sæti er Eva Dögg Sæmundsdóttir, SB, með 26.13 stig.

Á morgun hefst keppni klukkan 8:00. Þá verður keppt á Íslandsmóti ÍSS í flokkum Chicks, Cubs, Basic Novice A og Basic Novice B.
Klukkan 11.20 hefst svo keppni í frjálsu prógrami, FS, á Íslandsmeistaramóti ÍSS í flokkum Advanced Novice, Junior og Senior.
Eftir góða byrjun verður spennandi að sjá hvernig gengur hjá skauturunum okkar.

3 Comments

 1. Sælt veri sambandið, það er eins og skráning ykkar á árangri sé ábótavant, Marta María Jóhannsdóttir er ekki fyrsti íslenski skautarinn til að ná 20 tæknistigum í stutta prógramminu í Junior, það hafa 3 stúlkur náð því áður: Kristín Valdís Örnólfsdóttir á Vetrarmóti ÍSS 2017, Agnes Dís Brynjarsdóttir á Íslandsmóti ÍSS 2014 og Vala Rún B. Magnúsdóttir á Bikarmóti ÍSS 2014.

  Stefán Hjaltalín
  1. Það er rétt að 3 stúlkur hafa náð 20 stigum áður.
   En þessi viðmið í “Afrekshóp ÍSS” voru ekk til þá.
   Rétt er að Marta María er fyrst til að ná viðmiðum í þann hóp.

   ritstjori

Comments are closed.

Translate »