Íslandsmeistaramót ÍSS 2017

Íslandsmeistaramót ÍSS 2017

Íslandsmeistarar í sínum flokkum;
Júlía Grétarsdóttir, Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir og Marta María Jóhannsdóttir

Í dag lauk keppni á Íslandsmeistaramóti ÍSS. Samhliða því var Íslandsmót barna og unglinga haldið.

Stelpurnar sýndu flott tilþrif og var þetta spennandi og skemmtilegt Íslandsmót.

Dagurinn var langur, sökum breytinga á dagskrá vegna veðurs.
Byrjað var á Chicks, 8 ára og yngri, þar sem 6 keppendur mættu til leiks. Þar var Sædís Heba Guðmundsdóttir, SA, efst með 19.28 stig. Emilíana Ósk Smáradóttir, SB, var önnur með 18.81 stig og sú þriðja var Indíana Rós Ómarsdóttir, SA, með 17.31 stig.

Á eftir þeim komu Cubs, 10 ára og yngri. Freydís Heiða Jing Bergsveinsdóttir, SA, sigraði með 25.58 stig, önnur var Katrín Sól Þórhallsdóttir, SA, með 21.68 stig og sú þriðja var Sara Kristín Pedersen, SB, með 19.24 stig. 6 keppendur voru í flokknum.

Næst var komið að Basic Novice A, en þar kepptu 15 stelpur. Í fyrsta sæti var Herdís Heiða Jing Guðjohnsen, SR, með 31.93. Í öðru sæti var Júlía Rós Viðarsdóttir, SA, með 27.75 stig og í þriðja sæti var Eydís Gunnarsdóttir, SR, með 24.97 stig. Það var ansi mjótt á munum í þessum flokki og var Kristín Jökulsdóttir, SR, í fjórða sæti með 24.53 stig, einungis 0.44 stigum á eftir.

Basic Novice B var síðasti flokkurinn á Íslandsmóti barna og unglinga. Þar mættu 5 keppendur, en margir þurftu frá að hverfa vegna veðurs. Edda Steinþórsdóttir, SR, sigraði með 31.23 stig. Önnur var Eva Björg Halldórsdóttir, SA, með 25.66 stig og í þriðja sæti var Hildur Bjarkadóttir, SB, með 24.49 stig.

Á Íslandsmeistaramóti ÍSS er keppti í þremur flokkum, Advanced Novice (Stúlknaflokkur) , Junior (Unglingaflokkur) og Senior (Kvennaflokkur). Keppt er með tvö prógröm, stutt og frjálst, og er það gert sitt hvorn daginn. Í dag, sunnudag, var lokadagurinn og keppt í frjálsu prógrammi.

Fyrsti keppnisflokkurinn var Senior. Þar voru tveir keppendur mættir þær Júlía Grétarsdóttir og Eva Dögg Sæmundsdóttir, þær keppa báðar fyrir Skautafélagið Björninn.
Eftir stutt prógram var Júlía efst með 31.19 stig en Eva Dögg með 26.13 stig. Í frjálsa prógramminu var Eva Dögg hærri með 56.67 stig en Júlía með 54.41 stig.
Íslandsmeistari í Seinor er Júlía Grétarsdóttir með 85.60 í heildarstig og Eva Dögg Sæmundsdóttir önnur með 82.80 í heildarstig.

Næsti keppnisflokkur var Junior. 6 keppendur mættu til leiks og fór fram mjög spennandi keppni. Eftir stutta prógramið var Marta María Jóhannsdóttir, SA, efst, Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, önnur og Helga Karen Pedersen, SB, var þriðja. Í frjálsa prógraminu var Kristín Valdís efst, Marta María önnur og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sú þriðja.
Íslandsmeistari í Junior er Marta María Jóhannsdóttir, SA, með 96.62 í heildarstig. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, var önnur með 92.17 í heildarstig og Herdís Birna Hjaltalín, SB, vann sig upp í þriðja sætið með 75.78 í heildarstig.

Síðast, en alls ekki síst, var komið að Advanced Novice. Þar kepptu 9 stelpur í mjög spennandi keppni. Eftir stutta prógramið var Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, SA, efst með 36.40 stig. Viktoría Lind Björnsdóttir, SR, var önnur með 29.67 stig og sú þriðja var Aldís Kara Bergsdóttir, SA, með 25.31 stig. Í frjálsa prógraminu var Ísold Fönn efst, Aldís Kara önnur og sú þriðja var Rebekka Rós Ómarsdóttir, SA.
Íslandsmeistari í Advanced Novice er Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, SA, með 101.70 stig. Hún gerði sér lítið fyrir og bætti sitt eigið stigamet, síðan fyrr í nóvember á þessu ári, um 14.82 stig. Í öðru sæti varð Viktoría Lind Björnsdóttir, SR, með 72.81 í heildarstig og í þriðja sæti varð Aldís Kara Bergsdóttir, SA, með 71.97 í heildarstig.

Það verður gaman að fylgjast með þessum glæsilegu keppendum áfram í vetur. Eftir jólafrí tekur við Reykjavík International Games, sem haldið verður í Skautahöllinni í Laugardal hegina 26.-28.janúar. Það er alþjóðlegt mót sem skráð er á keppnisdagatal Alþjóðaskautasambandsins og er von á fjölmörgum erlendum keppendum.

Skautasamband Íslands þakkar keppendum, dómurum og tæknifólki, starfsfólki mótsins og öllum gestunum kærlega fyrir helgina og skemmtilegt Íslandsmeistaramót.

Translate »