Volvo Open Cup

Volvo Open Cup

Stór hópur íslenskra skautara tóku þátt á Volvo Open Cup í Riga, Lettlandi.
Mótið fór fram dagana 8.-12. nóvermber sl.

Keppn­in er gríðarlega stór og keppt var í mörg­um keppn­is­flokk­um, bæði með alþjóðleg­um regl­um Aljóðaskauta­sam­bands­ins, ISU, sem og In­terclub regl­um.
Kepp­end­ur á Interclub mótinu komu frá öll­um fé­lög­um inn­an Skauta­sam­bands Íslands. Að keppa á svona stóru móti er krefjandi og getur reynt á taugarnar. Íslensku keppendurnir stóðu sig með stakri prýði.

Átta skaut­arar úr Af­reks­hópi ÍSS tóku þátt á mótinu og var hópurinn Íslandi til sóma.

Eva Dögg Sæ­munds­dótt­ir keppti í seni­or og varð í 14. sæti með 84. stig en alls voru 15 kepp­end­ur í þess­um flokki.

Í Juni­or flokki kepptu úr af­reks­hópi Krist­ín Val­dís Örn­ólfs­dótt­ir, sem varð í 19. sæti með 93.91 stig, og Em­il­ía Rós Ómars­dótt­ir, sem varð í 25. sæti með 86.09 stig.
Einnig kepptu í Juni­or flokki þær Her­dís Birna Hjaltalín, sem var í 28. sæti með 71.13 stig, og Dóra Lilja Njáls­dótt­ir, sem varð í 29. sæti með 66.49 stig.
Alls voru 29 kepp­end­ur í Juni­or flokki.

Í Advanced Novice kepptu fimm skaut­ar­ar, all­ir úr Af­reks­hópi ÍSS.
Marta María Jó­hanns­dótt­ir landaði 9. sæti með 79.32 stig.
Marta María hef­ur ný­verið hafið keppni í næsta flokki fyr­ir ofan, Juni­or flokki, og hef­ur strax náð viðmiðum Af­reks­hóps í þeim flokki.

Að auki lenti Vikt­oría Lind Björns­dótt­ir í 11. sæti með 78.87 stig, Re­bekka Rós Ómars­dótt­ir í 15. sæti með 70.86 stig, Al­dís Kara Bergs­dótt­ir í 17. sæti með 70.60 stig og Ásdís Arna Fen Berg­sveins­dótt­ir í 24. sæti með 63.37 stig.
Kepp­end­ur í advanced novice voru alls 34.

Skautasambandið óskar keppendum til hamingju með glæsilegan árangur.

     
Marta María Jóhannsdóttir         Eva Dögg Sæmundsdóttir


Herdís Birna, Dóra Lilja, Kristín Valdís og Emilía Rós

 
Aldís Kara, Ásdís Arna, Rebekka Rós, 
        Marta María og Viktoría Lind

Translate »