Herdís Birna fulltrúi Íslands

Herdís Birna fulltrúi Íslands

European Youth Olympics Festival (EYOF) 2017

Þann 11.-18. febrúar næstkomandi mun fara fram European Youth Olympics Festival (EYOF) í Erzurum, Tyrklandi.
Þar munu 832 íþróttamenn, frá 40 þjóðum keppa á 39 viðburðum.
EYOF á sér 25 ára sögu. Leikarnir líkjast Ólympíuleikum að miklu leiti og eru sagðir vera fyrsta skrefið í átt að því að keppa þar. Þeir eru stærsta íþróttamót fyrir unga íþróttamenn í evrópu þar sem keppt er í mörgum mismunandi íþróttagreinum. Eitt af markmiðum leikanna er að hvetja ungmenni til þess að æfa íþróttir og lifa heilbrigðu líferni.

Aldursviðmið mótsins eru eftirfarandi: keppandi þarf að vera fæddur á tímabilinu 01.07.2000-30.06.2002.

Fulltrúi Íslands á leikunum verður Herdís Birna Hjaltalín frá Skautafélaginu Björninn.
Herdís Birna keppir í Unglingaflokki A.
Hún mun fara á leikana með þjálfara sínum ásamt keppendum og þjálfara frá Skíðasambandi Íslands.

Skautasamband Íslands óskar Herdísi Birnu góðs gengis á leikunum og vonum að þetta verði góð og uppbyggileg upplifun.

Translate »