Kristín Valdis Örnólfsdóttir, Margrét Sól Torfadóttir, Dóra Lilja Njálsdóttir, Viktoría Lind Björnsdóttir úr SR, og Eva Dögg Sæmundsdóttir og Herdís Birna Hjaltalín úr Birninum fóru til Póllands að keppa á Mentor Torun Cup. Þjálfari úr SR, Guillaume Karmen var með þeim í för.
Keppnin hófst hjá Novice A á þriðjudaginn.
Dóra og Viktoría stóðu sig mjög vel á þeirra fyrsta móti erlendis.
Dóra Lilja lenti í 23. sæti með 56,48 stig eða 20,27 í stuttu prógrammi og 36,21 í frjálsu prógrammi.
Viktoría Lind lenti í 21. sæti með 59,69 stig eða 21,54 í stuttu prógrammi og 38,15 í frjálsu prógrammi.
Alls kepptu 33 stúlkur í Novice A.

Keppnin hjá Junior A hófst á miðvikudeginum. Stelpunum í Junior gekk ágætlega.

Kristín Valdís lenti í 25. sæti með 82,27 stig eða 30,90 í stuttu prógrammi og 51,37 í frjálsu prógrammi.
Eva Dögg lenti í 27. sæti með 78,96 stig eða 29,89 í stuttu prógrammi og 49,07 í frjálsu prógrammi.
Herdís Birna Lenti í 28. sæti með 77,79 stig eða 26,43 í stuttu prógrammi og 51,36 í frjálsu prógrammi.
Margrét Sól lenti í 29. sæti með 75,03 stig eða 27,00 stig í stuttu prógrammi og 48,03 í frjálsu prógrammi.
Alls kepptu 37 stúlkur í Junior A.
Úrslit má sjá hér: