Júlía Sylvía og Manuel með gullverðlaun á Diamond Spin

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza tóku þátt í alþjóðlega skautamótinu Diamond Spin sem fram fór í Katowice í Póllandi um síðustu helgi og unnu mótið með afgerandi hætti. Parið hlaut alls 140,40 stig í heildina, sem var 13 stigum meira en parið sem hafnaði í öðru sæti. Þetta eru …

Sædís Heba keppti á Junior Grand Prix mótaröðinni 2025

Sædís Heba tók þátt fyrir hönd ÍSS á Junior Grand Prix mótaröð Alþjóðlega skautasambandsins (ISU) árið 2025.Junior Grand Prix mótaröðin er svokallað kvótamót, sem þýðir að hver þjóð á rétt á ákveðnum fjölda keppenda á ákveðnum fjölda móta. Ísland hefur nú kvóta á tvö mót og má senda einn keppanda …

Breyting á netfangi afreksstjóra ÍSS

Skautasamband Íslands tilkynnir að framvegis skal senda allar fyrirspurnir, beiðnir og önnur erindi sem snúa að afreksstjóra Skautasambands Íslands á netfangið sport@iceskate.is Þessi breyting er liður í einföldun og skýrara fyrirkomulagi innan sambandsins. Við hvetjum alla til að uppfæra samskiptaupplýsingar í samræmi við þetta.

Hraðasti Skautarinn

Skautasamband Íslands, í samvinnu við Íshokkísamband Íslands, fer af stað með verkefnið “Hraðasti Skautarinn”. – fréttin hefur verið uppfærð er varðar aldur þátttakenda – Um er að ræða skemmtilegt verkefni sem gefur möguleika á uppbyggingu og framþróun skautara þvert á greinar. Verkefnið er opið öllum skauturum af öllum kynjum í …

Elín Katla með Íslandsmet á Haustmóti ÍSS

Haustmót ÍSS fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi, 26.-28. september. Haustmót er fyrsta mót tímabilsins hjá ÍSS og er alltaf mikil spenna fyrir mótið. Fjöldi skautara tók þátt í bæði Keppnislínu ÍSS sem og Félagalínunni. Fullt af upprennandi skauturum sem og okkar bestu skautarar sem sýndu listir …

Halla Björg fær ISU réttindi dómara

Halla Björg Sigurþórsdóttir stóðst próf Alþjóðaskautasambandsins til ISU réttinda dómara um síðustu helgi. Að vera ISU dómari veitir einstaklingum, meðal annars, réttindi til þess að dæma á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti og jafnframt á Ólympíuleikum. Hún er fyrsti Íslendingurinn til þess að fá þessi réttindi. Prófið sjálft er tekið yfir 48 …

Haustmót ÍSS 2025

Haustmót ÍSS fer fram Í Skautahöllinni í Laugardal nú um helgina. Mótshaldari er Skautafélag Reykjavíkur. Skráðir eru 116 keppendur frá Íþróttafélaginu Öspinni, Skautafélagi Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Ungmennafélaginu Fjölni. Mótið er hluti af Bikarmótaröð ÍSS. Dregið hefur verið í keppnisröð og má finna upplýsingar um keppnisröð og dagsskrá hér Að …

Júlía Sylvía og Manuel keppa á Ólympíu-úrtökumóti!

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Pizza eru nú stödd í Beijing, Kína, þar sem þau keppa um síðustu 3 sætin á Ólympíuleikunum 2026. Samtals eru 19 pláss fyrir pör í paraskautun á ÓL2026. Á heimsmeistaramótinu í mars síðastliðinum tryggðu 16 pör sér keppnisrétt og eru því eingöngu 3 laus pláss …