Íslandsmót barna og unglinga og Íslandsmeistaramót – Keppnislistar
Keppnislistar fyrir Íslandsmót barna og unglinga og Íslandsmeistaramót 2025 hafa verið birtir: – Listskautar – Skautahlaup
Keppnislistar fyrir Íslandsmót barna og unglinga og Íslandsmeistaramót 2025 hafa verið birtir: – Listskautar – Skautahlaup
Föstudaginn þann 28. nóvember n.k. býður Erwin van der Werve, skautahlaupsþjálfari frá Akureyri í samvinnu við Styrktarfélag Skautahlaups á Akureyri og Eyjafirði, upp á skautabúðir fyrir skautara og þjálfara í skautahlaupi. Búðirnar verða í Skautahöllinni í Laugardal og eru ókeypis þátttakendum.Skautahlaup verður kynnt áhugasömum og opið öllum. Sérstök fræðsla verður …
Íslandsmót barna & unglinga og Íslandsmeistaramót mun fara fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 28.-30. nóvember n.k. Mótið er haldið af Skautasambandi Íslands í samvinnu við Skautafélag Reykjavíkur og verða þær Anna Gígja Kristjánsdóttir og Anna Maria Hedman mótsstjórar. Mótið er tvískipt; annars vegar Íslandsmót barna & unglinga og hinsvegar …
Alþjóðlega listskautamótið Northern Lights Trophy fór fram um helgina í Egilshöll. Mótið er haldið af Skautasambandi Íslands og listskautadeild Fjölnis, og tókst það afar vel þrátt fyrir að þörf hefði verið fyrir fleiri sjálfboðaliða til að sinna fjölbreyttum verkefnum mótsins. Mótið er tvískipt; annars vegar alþjóðlegt mót, þar sem keppt …
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza tóku þátt í alþjóðlega skautamótinu Diamond Spin sem fram fór í Katowice í Póllandi um síðustu helgi og unnu mótið með afgerandi hætti. Parið hlaut alls 140,40 stig í heildina, sem var 13 stigum meira en parið sem hafnaði í öðru sæti. Þetta eru …
Sædís Heba tók þátt fyrir hönd ÍSS á Junior Grand Prix mótaröð Alþjóðlega skautasambandsins (ISU) árið 2025.Junior Grand Prix mótaröðin er svokallað kvótamót, sem þýðir að hver þjóð á rétt á ákveðnum fjölda keppenda á ákveðnum fjölda móta. Ísland hefur nú kvóta á tvö mót og má senda einn keppanda …
Íslensku skautararnir Elín Katla og Arna Dís tóku þátt í Diamond Spin mótinu í Póllandi í vikunni og náðu báðar góðum árangri. Arna Dís átti erfitt með að finna taktinn í stutta prógramminu og lenti þar í 14. sæti. Hún sýndi hins vegar mikla baráttu og skaut sig upp töfluna …
Skautasamband Íslands tilkynnir að framvegis skal senda allar fyrirspurnir, beiðnir og önnur erindi sem snúa að afreksstjóra Skautasambands Íslands á netfangið sport@iceskate.is Þessi breyting er liður í einföldun og skýrara fyrirkomulagi innan sambandsins. Við hvetjum alla til að uppfæra samskiptaupplýsingar í samræmi við þetta.
Skautasamband Íslands, í samvinnu við Íshokkísamband Íslands, fer af stað með verkefnið “Hraðasti Skautarinn”. – fréttin hefur verið uppfærð er varðar aldur þátttakenda – Um er að ræða skemmtilegt verkefni sem gefur möguleika á uppbyggingu og framþróun skautara þvert á greinar. Verkefnið er opið öllum skauturum af öllum kynjum í …
Haustmót ÍSS fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi, 26.-28. september. Haustmót er fyrsta mót tímabilsins hjá ÍSS og er alltaf mikil spenna fyrir mótið. Fjöldi skautara tók þátt í bæði Keppnislínu ÍSS sem og Félagalínunni. Fullt af upprennandi skauturum sem og okkar bestu skautarar sem sýndu listir …