Fræðsludagur ÍSS í samvinnu við FSÍ

Fréttin er uppfærð Síðustu daga höfum við mætt ýmsum tæknilegum áskorunum sem hafa orðið til þess að Fræðsludagurinn hefur tekið á sig nýja mynd. Fyrirlestrarnir verða teknir upp og sendir til allra skráðra þjálfara í næstu viku, með þessu fyrirkomulagi gefst öllum tækifæri til að horfa á sínum tíma/hraða. Útgáfa …

Ísold Fönn fyrst til þess að lenda 3F í keppni

Um síðustu helgi tók Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir þátt í Dreitannen Cup mótinu í Sviss. Þetta er fyrsta keppni Ísoldar í Junior Ladies  og einnig fyrsta mótið hennar eftir erfið meiðsli. Ísold Fönn gerði sér lítið fyrir og framkvæmdi fyrsta þrefalda Flip (3F) sem íslenskur skautari hefur fullgert í keppni og …

AFLÝST : Fræðslufundur ÍSS

Því miður hefur ÍSS þurft að aflýsa fyrirhuguðum fræðslufyrirlestri sínum þar sem að ekki þótti ráðlegt að hafa svo marga einstaklinga saman í rými. Þjálfunar- og fræðslunefnd mun senda út fræðslu í næstu viku sem mikilvægt er að kynna sér vel. Laugardaginn 26. september kl.16:00-17:00 fer fram fyrsti fræðslufundur tímabilsins. …

Ný stjórn ÍSS

Skautaþing ÍSS fór fram í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg í Reykjavík þann 13.september 2020. Fresta þurfti þinginu sem átti að fara fram á vormánuðum vegna COVID-19 og voru ýtrustu sóttvarnarreglur viðhafðar á þinginu núna. Þingið var sett kl.11:30 af Guðbjörtu Erlendsdóttur og var Valdimar Leó Friðsiksson, formaður UMSK, kjörinn þingforseti. …

Heiðursverðlaun ÍSS 2020

Skautasamband Íslands veitir í ár Heiðursverðlaun ÍSS í annað sinn. Gullmerki ÍSS er veitt þeim sem unnið hafa ötult og óeigingjarnt starf í þágu skautaíþrótta á Íslandi í 20 ár, eða þegar stjórn þykir sérstök ástæða til.   Stjórn veitti að þessu sinni Guðbjörtu Erlendsdóttur Gullmerki ÍSS. Guðbjört stundaði listskauta …

Þjálfaramenntun ÍSS – Námskrá sérgreinahluta

Stjórn ÍSS, í samvinnu við Þjálfunar- og fræðslunefnd ÍSS, hefur gefið út Námskrá þjálfaramenntunar fyrir sérgreinahluta ÍSS. Samkvæmt stefnuyfirlýsingu ÍSS um þjálfaramenntun sem samþykkt var af stjórn þann 6. júní 2020 skal ÍSS og aðildarfélög: Hafa eingöngu menntaða þjálfara á sinni launaskrá og að aðstoðarmaður fái eingöngu að vera við …

Uppfærðar reglur um framkvæmd á skautaæfingum og mótum

ÍSS hefur uppfært reglur um framkvæmd á skautaæfingum og mótum vegna COVID-19 og eru þær samþykktarf af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum. Þessar reglur taka strax gildi. Enn sem áður er mikilvægt að félög kynni sér þessar reglur, sérstaklega mótshaldarar og þjálfarar. Reglur þessar gilda þar til annað er tilkynnt. Reglurnar má …

21. Skautaþing ÍSS – seinna fundarboð

Síðara fundarboð á 21. Skautaþing ÍSS, 13. september 2020 Þingstaður Þingið verður haldið í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, 104 Reykjavík, í sal E Þingsetning Þingsetning verður kl. 11:30 þann 13. september 2020. Þingslit eru áætluð kl.16:00. Ekki er boðið uppá hádegisverð, vegna aðstæðna, en boðið verður uppá kaffi og …