Hraðasti skautari á Íslandi

Undanfarna mánuði hafa ÍSS og ÍHÍ í samstarfi við aðildarfélög sín staðið fyrir verkefninu Hraðasti skautari Íslands. Nú er fyrstu tímatöku lokið en enn eru tvær tímatökur eftir. Þátttakendur í þessu skemmtilega verkefni voru 72 úr öllum deildum allra félaga utan einnar og gaman að sjá hvernig skauturunum gekk. Nánar má lesa um verkefnið hér.

Fróðlegt verður að sjá úrslitin út úr næstu tímatökum og hvort skautararnir bæta sig.
Það verður síðan hröðustu tímar hvers og eins sem gilda í apríl þegar verðlaun verða veitt.

Herdís Birna fulltrúi Íslands

European Youth Olympics Festival (EYOF) 2017

Þann 11.-18. febrúar næstkomandi mun fara fram European Youth Olympics Festival (EYOF) í Erzurum, Tyrklandi.
Þar munu 832 íþróttamenn, frá 40 þjóðum keppa á 39 viðburðum.
EYOF á sér 25 ára sögu. Leikarnir líkjast Ólympíuleikum að miklu leiti og eru sagðir vera fyrsta skrefið í átt að því að keppa þar. Þeir eru stærsta íþróttamót fyrir unga íþróttamenn í evrópu þar sem keppt er í mörgum mismunandi íþróttagreinum. Eitt af markmiðum leikanna er að hvetja ungmenni til þess að æfa íþróttir og lifa heilbrigðu líferni.

Aldursviðmið mótsins eru eftirfarandi: keppandi þarf að vera fæddur á tímabilinu 01.07.2000-30.06.2002.

Fulltrúi Íslands á leikunum verður Herdís Birna Hjaltalín frá Skautafélaginu Björninn.
Herdís Birna keppir í Unglingaflokki A.
Hún mun fara á leikana með þjálfara sínum ásamt keppendum og þjálfara frá Skíðasambandi Íslands.

Skautasamband Íslands óskar Herdísi Birnu góðs gengis á leikunum og vonum að þetta verði góð og uppbyggileg upplifun.