Við viljum minna á námskeið fyrir starfsfólk á penel í listskautum sem auglýst var fyrst þann 5. júní. Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þátttöku sína í heimi listskauta og opnar á óteljandi möguleika. Námskeiðið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 15.-17. ágúst.
Boðið er upp á námskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og verður boðið upp á námskeið fyrir; tæknistuðning, dómara, tæknidómara og DRO.
Hvort sem þú ert þegar virk(ur) í listskautaheiminum eða ert að stíga fyrstu skrefin, þá er þetta kjörið tækifæri til að læra um starf dómara og opna dyr að spennandi tækifærum bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á info@iceskate.is í síðasta lagi 12. ágúst.
Við hlökkum til að sjá ykkur!