Haustmót ÍSS fer fram Í Skautahöllinni í Laugardal nú um helgina. Mótshaldari er Skautafélag Reykjavíkur. Skráðir eru 116 keppendur frá Íþróttafélaginu Öspinni, Skautafélagi Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Ungmennafélaginu Fjölni. Mótið er hluti af Bikarmótaröð ÍSS.
Dregið hefur verið í keppnisröð og má finna upplýsingar um keppnisröð og dagsskrá hér
Að verðlaunaafhenginu lokinni á laugardaginn mun ÍSS standa fyrir fræðsluerindi fyrir liðsstjóra og fylgdarlið. Mæting á fræðsluerindið er forsenda þess að viðkomandi geti skráð sig sem fylgdarlið (e. chaperone) og/eða fylgdarlið á mót á vegum ÍSS, hvort sem er innanlands eða utan.
Frítt er inn á mótið og hlökkum við til að sjá sem flesta!