#skatingiceland
Halla Björg fær ISU réttindi dómara

Halla Björg fær ISU réttindi dómara

Halla Björg Sigurþórsdóttir stóðst próf Alþjóðaskautasambandsins til ISU réttinda dómara um síðustu helgi.
Að vera ISU dómari veitir einstaklingum, meðal annars, réttindi til þess að dæma á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti og jafnframt á Ólympíuleikum.
Hún er fyrsti Íslendingurinn til þess að fá þessi réttindi.

Prófið sjálft er tekið yfir 48 klukkustunda tímabil og reynir mjög á þekkingu, sjálfstæði og kunnáttu dómara.
Undirbúningurinn fyrir prófið er áralangur þar sem ferðast er um allan heim að dæma á hinum ýmsu alþjóðlegu mótum í þeim tilgangi að öðlast reynslu og þekkingu sem þarf.

Það að íslenskur dómari fái þessi réttindi endurspeglar hversu langt íslenska skautaíþróttin hefur náð á ekki svo löngum tíma.

Skautasamband Íslands óskar Höllu Björgu innilega til hamingju með árangurinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »