#skatingiceland
Elín Katla með Íslandsmet á Haustmóti ÍSS

Elín Katla með Íslandsmet á Haustmóti ÍSS

Haustmót ÍSS fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi, 26.-28. september.

Haustmót er fyrsta mót tímabilsins hjá ÍSS og er alltaf mikil spenna fyrir mótið.

Fjöldi skautara tók þátt í bæði Keppnislínu ÍSS sem og Félagalínunni. Fullt af upprennandi skauturum sem og okkar bestu skautarar sem sýndu listir sínar. Samtals yfir 100 keppendur á mótinu.

Keppni hófst á laugardagsmorgni með keppni í Félagalínu. Stóðu skautarar sig frábærlega og gaman að sjá að fjölgað hefur verulega í keppendum.

Eftir hádegi kepptu Chicks, en það eru ekki gefin upp úrslit. Allir skautarar fá þátttökuviðurkenningu.
Þá var komið að Intermediate Novice. Það er góður og sterkur hópur sem keppir þar. Sigurvegari var Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir, SR, með 34.50 stig. Önnur var Jóhanna Valdís Bragner, SR, með 31.76 stig og sú þriðja var Arína Ásta Ingibjargardóttir, SR, með 30.69 stig.

Síðustukeppnisflokkar dagsins voru Advanced Novice og Junior Women sem kepptu með stutt prógram.
Í Advanced Novice voru þrír keppendur. Eftir stutta prógrammið var Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Fjölni, efst. Önnur var Arna Dís Gísladóttir, Fjölni, og sú þriðja Ylfa Rún Guðmundsdóttir, LSA.
Í Junior Women var einn keppandi. Sædís Heba Guðmundsdóttir, LSA, sem fékk 41.28 stig fyrir stutta prógrammið.

Í lok dags var svo vel sótt fræðsluerindi fyrir liðsstjóra og fylgdarlið í keppinisferðum (e. Team Leaders , Chaperones)

Á sunnudagsmorgni var haldið áfram og voru það skautarar í keppnisflokkum Special Olympics sem hófu daginn. Þar kepptu 12 skautarar á mismunandi getustigum en þar sem aðalmarkmiðið að skautarar keppni á jafningjagrundvelli.

Næst tók við keppni í Chicks, en þar eru ekki gefin út úrsli. Allir skautara fá þátttökuviðurkenningu.
Basic Novice voru næstar. Öflugur keppnisflokkur með margreyndum skauturum ásamt nýliðum. Það var Ermenga Sunna Víkingsdóttir, Fjölni, sem sigraði emð 39.62 stig. Önnur var Elysse marie Alburo Mamalias, SR, með 34.87 stig og sú þriðja var Maxime Hauksdóttir, Fjölni, með 31.19 stig.
Intermediate Women voru næstar. Góður kjarni af flottum skauturum sem allar æfa með SR. Sigurvegarinn var Ágústa Ólafsdóttir með 24.96 stig. Önnur var Kolbrún Jóhanna Sveinsdóttir með 24.30 stig. Og sú þriðja var Hanna Falksdóttir Kruger með 22.26 stig.

Advanced Novice og Junior Women lokuðu svo mótinu með frjálsum prógrömmum.
Í Advanced Novice hélt Elín Katla Sveinbjörnsdóttir forystunni með töluverðum mun og fékk hún 66.04 stig fyrir frjálsa prógrammið sem er nýtt Íslandsmet í þessum keppnisflokki. Hún var þá með 106.40 í heildarstig sem er líka nýtt Íslandsmet. Fyrri metin átti Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir og stóðu þau frá árinu 2018. Frábær frammistaða þetta. Önnu var Arna Dís Gísladóttir með 77.64 í heildarstig og þriðja Ylfa Rún Guðmundsdóttir með 64.25 í heildarstig.

Sædís Heba skautaði svo sitt frjálsa prógram í Junior Women. Hún fékk 72.08 fyrir frjálsa prógrammið og samanlagt 113.36 í heildarstig. Næstu helgi mun Sædís Heba svo keppa á sínu öðru JGP móti á tímabilinu sem fer fram í Gdansk í Póllandi.

Skemmtileg helgi og frábær byrjun á tímabilinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »