#skatingiceland
Norðurlandamótið hefst eftir tvo daga

Norðurlandamótið hefst eftir tvo daga

Norðurlandamótið 2026

Norðurlandamótið fer fram dagana 28. janúar - 1. febrúar í Hvidøve í Danmörku.

ÍSS sendir sex skautara til keppni.
Í Advanced Novice Girls keppa þær Arna Dís Gísladóttir, Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Elysse Marie Alburo Mamalias og Ylfa Rún Guðmundsdóttir
Í Junior Women keppir Sædís Heba Guðmundsdóttir og í Senoir Women keppir Lena Rut Ásgeirsdóttir.

Þetta eru meira og minna miklir reynsluboltar sem taka þátt, en Elysse Maire er sú eina sem er að keppa í sitt fyrsta sinn á Norðurlandamóti.

Með hópnum ferðast þjálfarar þeirra ásamt liðsstjóra frá ÍSS. Einnig á ÍSS tvo fulltrúa á dómara- og tæknipanel mótsins.

Það verður spennandi að fylgjast með þeim um næstu helgi og er hægt að fylgjast með keppninni og skyggnast á bak við tjöldin á Instagram síðu ÍSS @skatingicelandofficial á meðan á mótinu stendur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »