#skatingiceland
Skautaárið 2025

Skautaárið 2025

Skautaárið 2025

Skautasamband Íslands sendir skauturum, þjálfurum, aðstandendum, félögum og landsmönnum öllum óskir um farsælt komandi ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Í lok árs er tilefni til þess að líta yfir farinn veg og rifja upp þann árangur sem skautarar okkar hafa sýnt á árinu.

Árið 2025 var viðburðarríkt skautaár og höfum við fylgst með skauturum bæði á innlendum og erlendum vettvangi setja met, vera fyrst á sínu sviði, ná árangri og styrkja skautaíþróttir á Íslandi.

Á nýju ári verður spennandi að sjá frekari framþróun og afrek.

Evrópumeistaramót

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza voru fyrsta parið til þess að keppa fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramóti í listskautum.

Evrópumeistaramót ISU 2025 fór fram í Tallinn, Eistlandi, dagana 28.janúar til 2.febrúar. Þar hlutu þau einkunina 48,58 fyrir stutta prógrammið og höfnuðu í 18.sæti, aðeins tveimur sætum frá úrslitum þar sem aðeins fyrstu 16 pör komast áfram.

Þátttaka þeirra markar nýjan kafla fyrir íslenska listskauta og veitir innblástur til komandi kynslóða, auk þess að vekja athygli á íþróttinni hér á landi.

 

EYOWF

Sædís Heba Guðmundsdóttir keppti fyrir hönd ÍSS á Vetrarólympíuhátið Evrópuæskunnar, EYOWF.

Keppnisgreinar hátíðarinnar fóru fram á þremur stöðum en listskautarnir fóru fram í Batumi þar sem keppt var í nýju íþróttamannvirki, Batumi Ice Arena, en þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðleg keppni í listskautum fer fram í Georgíu.

Sædís Heba fékk í stutta prógramminu 36.58 stig og í frjálsa prógramminu 66.33 stig. Sædísendaði með 102.91 stig í og hafnaði í 23. sætinu á hátíðinni af 30 keppendum.

Halla Björg Sigurþórsdóttir dómari í listskautum var meðal dómara á EYOWF. Hún var ein af átta dómurum sem dæmdi keppni stúlkna á hátíðinni.

Það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga dómara með alþjóðleg réttindi og heiður þegar íslenskir dómarar eru valdir til stórra ólympískra verkefna eins og EYOWF.

Norðurlandamót

Norðurlandamótið 2025 fór fram í Asker í Noregi 5.-9. febrúar.

Að þessu sinni átti ÍSS 4 fulltrúa á mótinu sem allir kepptu í Advanced Novice. Það voru þær Arna Dís Gísladóttir, Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Katla Karítas Yngvadóttir og Ylfa Rún Guðmundsdóttir.
Auk þeirra voru með í ferð þjálfararnir Benjamin Naggiar og Ilaria Nogaro. Liðsstjóri var Svava Hróðný Jónsdóttir.
ÍSS átti svo tvo fulltrúa á dómara panel, María Fortescue og Halla Björg Sigurþórsdóttir.

Elín Katla Sveinbjörnsdóttir náði þar markverðum árangri. Fyrir stutta prógrammið fékk hún 32.86 stig og var í 8. sæti eftir daginn. Fyrir frjálsa prógammið fékk hún 61.32 stig og vann sig upp í 6. sætið þann daginn. Í heildarstig var Elín svo með 96.18 stig og 6. sætið í heildina. Þetta eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið í Advanced Novice flokki á Norðurlandamóti.

30 ára afmæli Skautasambands Íslands

Þann 28. febrúar fagnaði ÍSS 30 ára afmæli.
Í tilefni af því var boðið til fögnuðar í Skautahöllinni á Akureyri þann 1. mars.

Héldu þar nokkrir aðilar erindi ásamt því að Þóra Gunnarsdóttir færði sambandinu gjöf og Svava Hróðný Jóndsóttir, formaður, fór yfir sögu ÍSS og óskir um framtíðina.

Heiðursverðlaun ÍSS

Stjórn ÍSS ákvað að í tilefni af 30 ára afmæli ÍSS myndu 7 heiðurverðlaun ÍSS vera afhent.

Silfurverðlaun hlutu; Sigurlaug Árnadóttir og Kristín Harðardóttir

Gullverðlaun hlutu; Helga Olsen, Sunna Björk Mogensen, Sólveig Dröfn Andrésdóttir, María Fortescue og Svava Hróðný Jónsdóttir.

Sonja Henie Trophy

14 skautarar fóru á Sonja Henie Trophy í Osló með ÍSS. Þar af voru 9 skautarar úr hæfileikamótun ÍSS.

Með þeim í för voru tveir liðsstjórar og þrír þjálfarar ásamt því að fulltrúar ÍSS sátu á dómarapanel.

Special Olympics World Winter Games

Special Olympics World Winter Games fóru fram í Turin á Ítalíu í mars.

Ísland átti tvo keppendur á mótinu, þau Védísi Harðardóttur og Bjarka Rúnar Steinarsson. Með þeim fóru þjálfarar þeirra Hanna Rún Ragnarsdóttir og Andri Freyr Magnússon.

Védís og Bjarki stóðu sig frábærlega og hafnaði Védís í 3. sæti og Bjarki í 2. sæti í sínum flokkum.

Road to 26

Júlía Sylvía og Manuel kepptu á Road to 26, sem er undirbúningsmót fyrir Ólympíuleikana 2026.

Þar hlutu þau 50.54 stig fyrir stutta prógramið og 138.30 stig samanlagt og höfnuðu í 7. sæti.

Fjölnir Bikarmeistarar ÍSS

Í lok Vormóts ÍSS varð ljóst hvaða félag hreppti titilinn Bikarmeistarar ÍSS 2025.

Félög safna stigum á mótum ÍSS yfir keppnisveturinn og tekur efsti keppandi frá hverju félagi stig fyrir félag sitt sem eru svo lögð saman eftir veturinn. Það félag sem stendur uppi með flest stig er bikarmeistari.

Þegar búið var að skoða úrslit mótsins var ljóst að listskautadeild Fjölnis stóð uppi sem sigurvegari Bikarmótaraðar 2025. Þetta er í þriðja sinn sem Fjölnir fær bikarinn og mun nú varðveita hann í eitt ár í viðbót

26. Skautaþing ÍSS

  1. Skautaþing ÍSS fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal á sunnudaginn 18. maí

Þingið var vel sótt, þrátt fyrir hitabylgju á landinu og flestir myndu heldur kjósa að nýta þá fáu sólardaga sem fást í útiveru.

Þingfulltrúar voru 17 frá fjórum aðildarfélögum en auk þeirra var gestum boðin seta á þinginu.

Þingforseti var María Fortescue, framkvæmdastjóri ÍSS.

Lagabreytingatillögur voru lagðar fram af stjórn um uppfærslu á greinum 14 og 15. Þar voru nefndir voru sérstaklega merktar listskautum með það að sjónarmiði að í framtíðinni verði sér afreks- og tækninefndir fyrir skautahlaup.

Samþykkt var uppfærð Afreksstefna ÍSS.

Fyrir hönd ÍSÍ mættu Willum Þór Þórsson, nýkjörin forseti ÍSÍ, í sinni fyrstu heimsókn eftir kjör ásamt Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ.

Það var mikil ánægja með heimsókn og erindi þeirra.

Kosið var til formanns, tvo aðalmenn í stjórn ásamt varamanni.
Allir í framboði sóttust eftir endurkjöri og voru sjálfkjörnir.Stjórn ÍSS er nú svo skipuð: Svava Hróðný Jónsdóttir, formaður, Ingibjörg Pálsdóttir, Þóra Sigríður Torfadóttir, Anna Kristín Jeppesen, Rakel Hákonardóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir og Aldís Lilja Sigurðardóttir.

Að þessu sinni voru engin heiðursverðlaun veitt þar sem að í afmælishófi ÍSS.

Æfingabúðir í maí

Afreksæfingabúðir ÍSS fóru fram á Akureyri 19.-23. maí.

Þar tóku þátt áfreksskautarar ásamt skauturum úr hæfileikamótun ÍSS.

Að þessu sinni fengum við Ashley Wagner til þess að koma aftur og vinna með hópnum. Frábær vika með góðum þjálfurum og metnaðarfullum skauturum.

Visiting Coach Development Program

Visiting Coach Development verkefnið hélt áfram með heimsókn Barbara Luoni í lok maí.

Með henni í för var Ariadna Gupta, ein af skauturum hennar frá Ítalíu.

Frábært þjálfaranámskeið sem skautararnir okkar græða á.

ISU Extraordinary Congress

ISU samþykkti nýja stjórnarskrá á aukaþingi sínu (e. 1st Extraordinary Congress) í júlí með 119 atkvæðum á móti 9.

Fulltrúar ÍSS á þinginu voru Svava Hróðný Jónsdóttir, formaður ÍSS, og Halla Björg Sigurþórsdóttir, ISU dómari og alþjóða TC.

Af þessu tilefni var nýtt logo ISU kynnt.

Lombardia Trophy

Júlía Sylvía og Manuel hófu nýtt tímabil með þátttöku á Lombardia Trophy. Þar unnu þau sér inn nýtt persónulegt stigamet bæði í stuttu og frjálsu prógrammi og samanlagðri einkunn.

Til þess að vinna sér inn keppnisrétt á stórmóti þarf að vera með sameiginlega tæknieinkunn, á Evrópumót 75.00 stig og á Heimsmeistaramót 91.00 stig.

Parið náði á mótinu 84.68 í heildartæknistig og staðfestu þau keppnisrétt sinn á EM og eru einungis 6.32 stigum frá lágmörkum inn á HM.

Úrtökumót fyrir Ólympíuleika 2026

Júlía Sylvía og Manuel héldu til Beijing, í Kína, á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana. Þar var keppt um síðustu 3 sætin fyrir Ólympíuleikana 2026.  Þetta var síðasta, og eina, tækifærið fyrir þau til þess að tryggja þátttöku á Ólympíuleikunum í paraskautun. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir par til leiks á þetta úrtökumót.

11 pör voru komin til leiks og hafnaði parið í 8 sæti með heildarstig upp á 152.03.

Íslandsmet á Haustmóti

Í Advanced Novice Girls á Haustmóti ÍSS sigraði Elín Katla Sveinbjörnsdóttir með töluverðum mun og fékk hún 66.04 stig fyrir frjálsa prógrammið sem er nýtt Íslandsmet í þessum keppnisflokki. Hún var þá með 106.40 í heildarstig sem er líka nýtt Íslandsmet.

Fyrri metin átti Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir og stóðu þau frá árinu 2018.

Halla Björg Sigurþórsdóttir fær ISU dómararéttindi

Halla Björg Sigurþórsdóttir stóðst próf Alþjóðaskautasambandsins til ISU réttinda dómara, fyrst Íslendinga.

Að vera ISU dómari veitir einstaklingum, meðal annars, réttindi til þess að dæma á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti og jafnframt á Ólympíuleikum.

Prófið sjálft er tekið yfir 48 klukkustunda tímabil og reynir mjög á þekkingu, sjálfstæði og kunnáttu dómara.
Undirbúningurinn fyrir prófið er áralangur þar sem ferðast er um allan heim að dæma á hinum ýmsu alþjóðlegu mótum í þeim tilgangi að öðlast reynslu og þekkingu sem þarf.

Það að íslenskur dómari fái þessi réttindi endurspeglar hversu langt íslenska skautaíþróttin hefur náð á ekki svo löngum tíma.

Hraðasti skautarinn

Skautasamband Íslands, í samvinnu við Íshokkísamband Íslands, fer af stað með verkefnið "Hraðasti Skautarinn".

Um er að ræða skemmtilegt verkefni sem gefur möguleika á uppbyggingu og framþróun skautara þvert á greinar.

Junior Grand Prix

Sædís Heba tók þátt fyrir hönd ÍSS á Junior Grand Prix mótaröð Alþjóðlega skautasambandsins (ISU) árið 2025.

Sædís keppti á eftirfarandi mótum mótaraðarinnar:

  • 20.–23. ágúst í Riga, Lettlandi
  • 1.–4. október í Gdansk, Póllandi

Hún ferðaðist ásamt þjálfara sínum, Jana Omelinova og liðsstjórum.
Einnig sendi ÍSS dómara til þátttöku á báðum mótunum.

Úrslit

  • Riga: 27. sæti – 99,62 stig
  • Gdansk: 30. sæti – 104,69 stig

Sædís bætti árangur sinn á milli móta og sýndi stöðuga framför í sterkri alþjóðlegri samkeppni.

Elín Katla með gullverðlaun á Diamond Spin

Íslensku skautararnir Elín Katla og Arna Dís tóku þátt í Diamond Spin mótinu í Katowice í Póllandi í október og náðu báðar góðum árangri.

Elín Katla átti stórglæsilegt mót frá upphafi til enda. Hún leiddi eftir stutta prógrammið með 10 stiga forskot og hélt áfram að auka forskotið í frjálsa prógramminu þar sem hún framkvæmdi fjögur þreföld stökk. Nánast allt gekk upp hjá henni og hún tryggði sér öruggan sigur með samtals 109,88 stigum – heilum 32 stigum á undan næsta keppanda.

Úrslit Elínar Kötlu voru ekki aðeins sigur heldur einnig nýtt Íslandsmet, bæði í heildarstigum (109,88) og í frjálsu prógrammi (70,71 stig). Hún átti sjálf fyrri metin sem hún setti á Haustmóti ÍSS 2025.

Þetta voru fyrstu alþjóðlegu verðlaun Elínar Kötlu í Advanced Novice-flokki og stór áfangi í hennar keppnisferli.

Júlía Sylvía og Manuel með fyrstu gullverðlaun Íslands í paraskautun

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza tóku þátt í alþjóðlega skautamótinu Diamond Spin sem fram fór í Katowice í Póllandi í október og unnu mótið með afgerandi hætti.

Parið hlaut alls 140,40 stig í heildina, sem var 13 stigum meira en parið sem hafnaði í öðru sæti. Þetta eru ekki einungis fyrstu gullverðlaun þeirra Júlíu Sylvíu og Manuel, heldur einnig fyrstu gullverðlaun Íslands í paraskautun á alþjóðlegu móti, sögulegur áfangi fyrir íslenskar skautaíþróttir.

Northern Lights Trophy

Alþjóðlega listskautamótið Northern Lights Trophy fór fram í október í Egilshöll.
Mótið er haldið af Skautasambandi Íslands og listskautadeild Fjölnis, og tókst það afar vel þrátt fyrir að þörf hefði verið fyrir fleiri sjálfboðaliða til að sinna fjölbreyttum verkefnum mótsins.

Mótið er tvískipt; annars vegar alþjóðlegt mót, þar sem keppt er í Advanced NoviceJunior og Senior flokkum, og hins vegar Interclub-mót, þar sem fjölmargir íslenskir skautarar tóku þátt og stóðu sig allir vel.

Ísland átti fjóra keppendur í alþjóðlega hluta mótsins.

Elín Katla sigraði keppnisflokkinn sinn, Advanced Novice Girls, með yfirburðum,19 stigum á undan næsta keppanda.

Elín Katla setti jafnframt nýtt Íslandsmet í bæði stuttu prógrammi, frjálsu prógrammi og í heildarstigum.
Stigin hennar fyrir stutta prógrammið voru 42.26. Fyrra met í stuttu prógrammi átti Ísold Fönn frá árinu 2018.
Stigin hennar fyrir frjálsa prógrammið voru 77.49 og heildarstigin 119.75.

Þetta er í annað sinn á fáeinum vikum sem hún setur nýtt met, en nú bætti hún heildarstigametið um 10 stig.

Skautahlaupsbúðir

Þann 28. nóvember bauð Erwin van der Werve, skautahlaupsþjálfari frá Akureyr,i í samvinnu við Styrktarfélag Skautahlaups á Akureyri og Eyjafirði, upp á skautabúðir fyrir skautara og þjálfara í skautahlaupi. Búðirnar fóru fram í Skautahöllinni í Laugardal og voru ókeypis þátttakendum.

Skautahlaup var kynnt áhugasömum og opið öllum. Sérstök fræðsla var fyrir þjálfara en Erwin hefur verið duglegur við að ferðast erlendis til að afla sér frekari þekkingar í þjálfunarfræðum og tækni skautahlaupsins hjá erlendum sérfræðingum bæði í Hollandi og Finnlandi.

Íslandsmeistarar 2025

Íslandsmeistaramót ÍSS 2025 fór fram í Skautahöllinni í Laugardal

Íslandsmeistarar ÍSS 2025 eru;

Senior Pair:
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir & Manuel Piazza

Senior Women:
Lena Rut Ásgeirsdóttir

Advanced Novice Girls:
Elín Katla Sveinbjörnsdóttir

Íslandsmeistaramót í Short Track

Íslandsmeistaramót í Short Track 2025 fór fram í Skautahöllinni í Laugardal.
Þetta er í annað sinn sem Íslandsmeistaramót er haldið í þessari grein á Íslandi.

Keppt var í Senior og Junior bæði kvenna og karla í þremur vegalengdum; 222m, 500m og 1000m
Einnig var keppt í liðakeppni í tveimur vegalengdum; 500m og 1000m

Launasjóður íþróttafólks

ÍSÍ kynntu launasjóð íþróttafólks þann 1. desember.

Þetta er í fyrsta sinn sem afreksíþróttafólk á Íslandi fær laun fyrir vinnu sína sem íþróttafólk.

Júlía Sylvía og Manuel eru í hópi fyrsta íþróttafólksins sem fær launagreiðslur.

Skautakona ársins 2025

Stjórn Skautasambands Íslands tilnefndi Sædísi Hebu Guðmundsdóttur sem skautakonu ársins 2025.
Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur tilnefningu til Skautakonu ársins.

Sædís hóf árið á keppni á European Youth Olympic Festival (EYOF) þar sem hún endaði í 23.sæti með 102.91 stig.
Síðar á tímabilinu keppti hún á Sonja Heine Trophy og endaði með 109.38 heildarstig og 13. sætið.
Sædís lauk síðan keppnistímabilinu 2024-2025 með trompi á Vormóti ÍSS. Þar hlut hún 44,55 stig í stuttu prógrammi, 74,37 stig fyrir frjálst prógram og 118,92 heildarstig. Þetta var nýtt persónulegt stigamet fyrir Sædísi.

Sædís var fulltrúi Íslands á báðum Junior Grand Prix mótaröðum á tímabilinu 2025-2026.

Sædís keppti næst á Northern Lights Trophy í Egilshöll og endaði, naumlega, í fjórða sæti með 103,53 heildarstig. Með þessum árangri vann hún sér inn 73 stig sem skila henni inn á heimslista fyrir Junior Women í 176 sætið (ISU World Standings - 2025/26 Jr Women). Hún er eini íslenski kvenkyns skautarinn á listanum í dag.

Skautapar ársins 2025

Stjórn Skautasambands Íslands tilnefndi Júlíu Sylvíu Gunnarsdóttur & Manuel Piazza skautapar ársins 2025.

Júlía Sylvía (20) og Manuel (26) eru á sínu öðru tímabili saman í paraskautun.

Parið hóf árið á keppni á Evrópumeistaramóti ISU sem fór fram í Tallinn, Eistlandi, þar sem þau höfnuðu í 18. sæti.

Tímabilið 2025-2026 hófst síðan með trompi á Lombardia Trophy. Næst hélt parið til Beijing á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana. Þá tók parið þátt á Diamond Spin í Póllandi. Þar sigruðu þau með 140.40 stig í heildina, sem var 13 stigum hærra en parið sem hafnaði í öðru sæti. Parið tók einnig þátt á Swiss open og hafnaði í 5. sæti með 144.33 stig samanlagt og á Cup of Innsbruck þar sem þau hrepptu bronsið með 154.16 stig.

Með þessari frammistöðu hefur parið tryggt sér 60 sæti á heimslista ISU (ISU World Standings - 2025/26 Pairs).

Júlía og Manúel áttu marga sögulega áfanga fyrir íslenskar skautaíþróttir á þessu ári. Fyrsta íslenska skautaparið til að taka þátt á evrópumeistaramóti, fyrsta parið til að taka þátt á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana og fyrsta parið til að vinna sér til gullverðlauna á alþjóðlegu móti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »