Undanfarna mánuði hafa ÍSS og ÍHÍ í samstarfi við aðildarfélög sín staðið fyrir verkefninu Hraðasti skautari Íslands. Nú er fyrstu tímatöku lokið en enn eru tvær tímatökur eftir. Þátttakendur í þessu skemmtilega verkefni voru 72 úr öllum deildum allra félaga utan einnar og gaman að sjá hvernig skauturunum gekk. Nánar má lesa um verkefnið hér.
Fróðlegt verður að sjá úrslitin út úr næstu tímatökum og hvort skautararnir bæta sig.
Það verður síðan hröðustu tímar hvers og eins sem gilda í apríl þegar verðlaun verða veitt.

