#skatingiceland
Northern Lights Trophy 2025

Northern Lights Trophy 2025

Alþjóðlega listskautamótið Northern Lights Trophy fór fram um helgina í Egilshöll.
Mótið er haldið af Skautasambandi Íslands og listskautadeild Fjölnis, og tókst það afar vel þrátt fyrir að þörf hefði verið fyrir fleiri sjálfboðaliða til að sinna fjölbreyttum verkefnum mótsins.

Mótið er tvískipt; annars vegar alþjóðlegt mót, þar sem keppt er í Advanced Novice, Junior og Senior flokkum, og hins vegar Interclub-mót, þar sem fjölmargir íslenskir skautarar tóku þátt og stóðu sig allir vel.

Í Basic Novice flokki á Interclub-mótinu hafnaði Elysse Marie í öðru sæti og Maxime í þriðja sæti, glæsilegur árangur hjá þeim báðum.

Ísland átti fjóra keppendur í alþjóðlega hluta mótsins.

Í Junior Women keppti Sædís Heba Guðmundsdóttir. Hún endaði í 4. sæti, einungis 1,5 stigum frá þriðja sætinu.

Í Advanced Novice Women kepptu Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Arna Dís Gísladóttir og Ylfa Rún Guðmundsdóttir.

Ylfa Rún endaði í 10. sæti og Arna Dís í 9. sæti.
Elín Katla sigraði keppnisflokkinn með yfirburðum,19 stigum á undan næsta keppanda.

Elín Katla setti jafnframt nýtt Íslandsmet í bæði stuttu prógrammi, frjálsu prógrammi og í heildarstigum.
Stigin hennar fyrir stutta prógrammið voru 42.26. Fyrra met í stuttu prógrammi átti Ísold Fönn frá árinu 2018.
Stigin hennar fyrir frjálsa prógrammið voru 77.49 og heildarstigin 119.75.

Þetta er í annað sinn á fáeinum vikum sem hún setur nýtt met, en nú bætti hún heildarstigametið um 10 stig.

Vel heppnað mót og þakkir til sjálfboðaliða

„Við erum gríðarlega stolt af íslensku skauturunum okkar sem sýndu mikinn metnað og fagmennsku á heimavelli,“ segir Svava Hróðný Jónsdóttir, formaður Skautasambands Íslands.
„Þessi árangur sýnir hversu hratt íþróttin er að þróast hér á landi. Við viljum einnig færa öllum sjálfboðaliðum okkar innilegar þakkir, án þeirra hefði mótið ekki orðið svona glæsilegt.“

Northern Lights Trophy er árlegt alþjóðlegt listskautamót sem haldið er í Reykjavík. Mótið laðar til sín bæði íslenska og erlenda keppendur og veitir íslenskum skauturum dýrmæta keppnisreynslu á heimavelli.

Skautasamband Íslands og listskautadeild Fjölnis þakka öllum keppendum, þjálfurum, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir vel heppnað mót og framúrskarandi þátttöku.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »