#skatingiceland
26. Skautaþing ÍSS – 18. maí 2025

26. Skautaþing ÍSS – 18. maí 2025

26. Skautaþing ÍSS fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal á sunnudaginn 18. maí

Þingið var vel sótt, þrátt fyrir hitabylgju á landinu og flestir myndu heldur kjósa að nýta þá fáu sólardaga sem fást í útiveru.

Þingfulltrúar voru 17 frá fjórum aðildarfélögum en auk þeirra var gestum boðin seta á þinginu.

Þingforseti var María Fortescue, framkvæmdastjóri ÍSS.

Lagabreytingatillögur voru lagðar fram af stjórn um uppfærslu á greinum 14 og 15. Þar voru nefndir voru sérstaklega merktar listskautum með það að sjónarmiði að í framtíðinni verði sér afreks- og tækninefndir fyrir skautahlaup.

Samþykkt var uppfærð Afreksstefna ÍSS.

Fyrir hönd ÍSÍ mættu Willum Þór Þórsson, nýkjörin forseti ÍSÍ, í sinni fyrstu heimsókn eftir kjör ásamt Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ.

Það var mikil ánægja með heimsókn og erindi þeirra.

Þóra Gunnarsdóttir hélt ávarp um Evrópuráðstefnu skautahlaups, sem hún sótti fyrir ÍSS, ásamt því að María Fortescue kynnti nýútgefna Handbók Félaganna.

Kosið var til formanns, tvo aðalmenn í stjórn ásamt varamanni. Allir í framboði sóttust eftir endurkjöri og voru sjálfkjörnir.Stjórn ÍSS er nú svo skipuð: Svava Hróðný Jónsdóttir, formaður, Ingibjörg Pálsdóttir, Þóra Sigríður Torfadóttir, Anna Kristín Jeppesen, Rakel Hákonardóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir og Aldís Lilja Sigurðardóttir.
Að þessu sinni voru engin heiðursverðlaun veitt þar sem að í afmælishófi ÍSS, þann 1.mars sl., var tækifærið notað og heiðursverðlaunin veitt.Þar voru 7 heiðursverðlaun afhent. Tvenn silfurverðlaun til þeirra Sigurlaugar Árnadóttur og Kristínar Harðardóttur. Silfurverðlaun eru veitt til sjálfboðaliða sem hafa unnið yfir 10 ára starf fyrir sambandið sem og til skautara sem hafa rutt brautina og verið framúrskarandi á sínu sviði. Fimm gullverðlaun til þeirra, Helgu Olsen, Sólveigar Drafnar Andrésdóttur, Sunnu Bjarkar Mogensen, Maríu Fortescue og Svövu Hróðný Jónsdóttur. Gullverðlaun eru veitt þeim sem unnið hafa ötult starf í yfir 20 ár fyrir skautaíþróttir á Íslandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »