


26. Skautaþing ÍSS fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal á sunnudaginn 18. maí
Þingið var vel sótt, þrátt fyrir hitabylgju á landinu og flestir myndu heldur kjósa að nýta þá fáu sólardaga sem fást í útiveru.
Þingfulltrúar voru 17 frá fjórum aðildarfélögum en auk þeirra var gestum boðin seta á þinginu.
Þingforseti var María Fortescue, framkvæmdastjóri ÍSS.
Lagabreytingatillögur voru lagðar fram af stjórn um uppfærslu á greinum 14 og 15. Þar voru nefndir voru sérstaklega merktar listskautum með það að sjónarmiði að í framtíðinni verði sér afreks- og tækninefndir fyrir skautahlaup.
Samþykkt var uppfærð Afreksstefna ÍSS.
Fyrir hönd ÍSÍ mættu Willum Þór Þórsson, nýkjörin forseti ÍSÍ, í sinni fyrstu heimsókn eftir kjör ásamt Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ.
Það var mikil ánægja með heimsókn og erindi þeirra.
Þóra Gunnarsdóttir hélt ávarp um Evrópuráðstefnu skautahlaups, sem hún sótti fyrir ÍSS, ásamt því að María Fortescue kynnti nýútgefna Handbók Félaganna.