Íslandsmót og Íslandsmeistaramót ÍSS fór fram í skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi.
Þar voru krýndir nýjir Íslandsmeistarar í öllum efstu flokkum ásamt því að keppt var í öllum keppnisflokkum ÍSS keppnislínu.
Keppni hófst á laugardegi og voru það skautarar í Basic Novice sem hófu leikinn.
Þetta er stór keppnisflokkur með sterkum skauturum og alltaf mikil samkeppni um efstu sætin. Úrslit voru þau að sigurvegari er Ermenga Sunna Víkingsdóttir,Fjölni, önnur var Maxime Hauksdóttir, Fjölni, og sú þriðja Helga Mey Jóhannsdóttir, SA.
Intermediate Novice voru næstar. Í þessum keppnisflokki eru allir skautararnir úr SR. Góður kjarni af skauturum sem æfa saman. Sigurvegari þar var Arína Ásta Ingbjargardóttir, önnur var Ilma Kristín Stenlund og sú þriðja Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir.
Þá var komið að Intermediate Women, en þær eru sömuleiðis allar úr SR. Í fyrsta sæti var Ágústa Ólafsdóttir, í örðu sæti Hanna Falksdóttir Kruger og í því þriðja Snæfríður Arna Pétursdóttir.
Hófst þá keppni á Íslandsmeistaramóti
Advanced Novice hófu leikinn með stutta prógrammið. Fjórir skautarar voru skráðir til keppni. Efst eftir fyrsta daginn var Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Fjölni, með 39.46 stig, önnur var Arna Dís Gísladóttir, Fjölni, með 24.46 stig, þriðja var Elysse Marie Alburo Mamalias, SR, með 21.63 stig og rétt á eftir henni var Ylfa Rún Guðmundsdóttir, LSA, með 21.62 stig.
Það var einn skautari skráður til keppni í Junior Women, Sædís Heba Guðmundsdóttir, en hún þurfti því miður að skrá sig úr keppni vegna veikinda.
Í Senior Women var einn keppandi. Lena Rut Ásgeirsdóttir, SR, var með 34.28 stig eftir stutta prógrammið.
Síðasti keppnisflokkur dagsins var Senior Pairs. Þar kepptu þau Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza, Fjölni. Þau voru með 51.59 stig eftir stutta prógrammið.
Á sunnudegi var keppni haldið áfram. Chicks og Cubs lokuðu þar með keppni á Íslandsmóti barna og unglinga. En í þeim keppnisflokkum eru ekki gefin út úrslit, en allir fá þátttökuviðurkenningu.
Að lokum var svo komið að frjálsu prógrammi á Íslandsmeistaramóti.
Fyrstu voru það Advanced Novice sem kepptu. Þar hélt Elín Katla forskotinu sínu og sigraði með 67.07 stig fyrir frjálsa og samtals 106.53 í heildarstig. Í örðu sæti hafnaði Arna Dís með 46.38 stig fyrir frjálsa prógrammið og 70.84 í heildarstig. Í þriðja sæti var svo Elysse Marie með 45.49 stig fyrir frjálsa prógrammið og 67.12 í heildarstig. Þetta er frumraun Elysse í keppnisflokknum og frábær frammistaða hennar á fyrsta móti.
Lena Rut skautaði frjálsa prógrammið í Senior Women og fékk 61.99 stig fyrir það og samanlagt 96.27 í heildarstig.
Það voru svo Júlía Sylvía & Manuel sem lokuðu mótinu í Senior Pairs. Þau vengu 99.23 stig fyrir frjálsa prógrammið og 150.82 í heildarstig.
Skautasamband Íslands þakkar fyrir frábært Íslandsmót og óskar öllum nýkrýndum Íslandsmeisturum innilega til hamingju.
