#skatingiceland
Sædís Heba keppti á Junior Grand Prix mótaröðinni 2025

Sædís Heba keppti á Junior Grand Prix mótaröðinni 2025

Sædís Heba á JGP 2025

Sædís Heba tók þátt fyrir hönd ÍSS á Junior Grand Prix mótaröð Alþjóðlega skautasambandsins (ISU) árið 2025.
Junior Grand Prix mótaröðin er svokallað kvótamót, sem þýðir að hver þjóð á rétt á ákveðnum fjölda keppenda á ákveðnum fjölda móta. Ísland hefur nú kvóta á tvö mót og má senda einn keppanda á hvort þeirra.

Sædís keppti á eftirfarandi mótum mótaraðarinnar:

  • 20.–23. ágúst í Riga, Lettlandi

  • 1.–4. október í Gdansk, Póllandi

Hún ferðaðist ásamt þjálfara sínum, Jana Omelinova ásamt liðsstjórum.
Einnig sendi ÍSS dómara til þátttöku á báðum mótunum.

Úrslit
  • Riga: 27. sæti – 99,62 stig

  • Gdansk: 30. sæti – 104,69 stig

Sædís bætti árangur sinn á milli móta og sýndi stöðuga framför í sterkri alþjóðlegri samkeppni.
Þátttaka hennar í Junior Grand Prix mótunum er mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu og þróun listhlaupaiþróttarinnar á Íslandi og veitir dýrmæta reynslu á alþjóðavettvangi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »