#skatingiceland
Júlía Sylvía og Manuel keppa á Ólympíu-úrtökumóti!

Júlía Sylvía og Manuel keppa á Ólympíu-úrtökumóti!

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Pizza eru nú stödd í Beijing, Kína, þar sem þau keppa um síðustu 3 sætin á Ólympíuleikunum 2026.

Samtals eru 19 pláss fyrir pör í paraskautun á ÓL2026.
Á heimsmeistaramótinu í mars síðastliðinum tryggðu 16 pör sér keppnisrétt og eru því eingöngu 3 laus pláss eftir. 12 pör eru skráð á úrtökumótið.

Því er þetta síðasta og eina tækifærið fyrir Júlíu og Manuel til að tryggja Íslandi þátttöku á Ólympíuleikum í paraskautum – og fyrsta skipti sem Ísland sendir par til leiks í þessari grein.

Júlía Sylvía og Manuel, sem hófu að skauta saman í ágúst 2024, hafa nú þegar vakið athygli fyrir frammistöðu sína og tryggt sér 18. sæti á Evrópumeistaramótinu 2025. Það eitt og sér er stór áfangi, en nú stendur stærsta verkefnið þeirra framundan: Úrtökumót fyrir Vetrarólympíuleikana 2026.

Um síðustu helgi keppti parið á Lombardia Trophy, sínu fyrsta móti á tímabilinu. Þar náðu þau persónulegu stigameti 158.91 í heildarstig.

Benjamin Naggiar, þjálfari parsins, hafði þetta að segja eftir mótið: “Þau náðu persónulegu stigameti bæði í stutta og frjálsa prógramminu þrátt fyrir mistök, sem sýnir að þau eiga mikið inni til þess að bæta sig enn frekar.”

Júlía Sylvía sagði að hún er ánægð með fyrsta mót tímabilsins. Það sé alltaf ákveðið stress og óvissa að fara inn í fyrsta mótið, en núna getur hún verið aðeins rólegri.

Fyrir parið er mikilvægt að fara inn í mótið í Beijing fókuseruð en njóta augnabliksins á sama tíma. Manuel sagði: “Ég veit að þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta”

Til þess að vinna sér inn keppnisrétt á stórmóti þarf að vera með sameiginlega tæknieinkunn, á Evrópumót 75.00 stig og á Heimsmeistaramót 91.00 stig.

Parið náði á Lombardia Trophy 84.68 í heildartæknistig og staðfestu þau keppnisrétt sinn á EM og eru einungis 6.32 stigum frá lágmörkum inn á HM.
Á úrtökumótinu fyrir ÓL er einnig hægt að vinna sér inn lágmörk inn á HM

 

Mun litla Ísland skila stórum árangri á stóra sviðinu? Fylgstu með þessu spennandi ævintýri sem gæti endað á Ólympíuleikum!

Fylgist með mótinu á youtube síðu ISU: https://www.youtube.com/@SkatingISU

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »