European Young Olympic Ambassador Programme

European Young Olympic Ambassador Programme

Samhliða Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) fer fram verkefni sem kallast á ensku "The European Young Olympic Ambassador (EYOA) programme". Verkefnið er á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) og koma þar saman ungir sendifulltrúar frá ýmsum þjóðum Evrópu til þess að koma á framfæri ólympísku hugsjóninni um það að gera ávallt sitt besta, vinskap og virðingu (e. excellence, friendship and respect).

The European Young Olympic Ambassador verkefnið er ætlað fólki á aldrinum 18-30 ára og þarf umsækjandi að vera með góða samskiptahæfileika og víðtækan áhuga á íþróttum. Í meðfylgjandi skjali er hægt að lesa nánar um hvað verkefnið felur í sér og hér er hægt að lesa nánar um Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Æskilegt er ef umsækjandi getur tekið þátt í bæði vetrar- og sumarhátíðinni árið 2023 en það er ekki skilyrði. Í vetur fer EYOF fram í Friuli Venezia Giulia á Ítalíu dagana 21.-28. janúar og í sumar fer EYOF fram í Maribor í Slóveníu dagana 23.-29. júlí. 

Áhugasamir geta sent inn umsókn á netfangið kristino@isi.is og þarf umsóknin fela í sér ferilskrá og kynningarbréf á ensku. Umsóknin þarf að berast í síðasta lagi fyrir miðnætti þann 9. október.

ÍSS hvetur alla áhugasamsa til þess að sækja um.

Við höfum áður sagt frá reynslu Kristínar Valdísar af þessu verkefni. Og má lesa um það hér.

Translate »