ÍSS býður á Skautahlaupskynningu

ÍSS býður á Skautahlaupskynningu

Erwin van der Werve

Skautasamband Íslands býður á opna kynningu á Skautahlaupi.
Kynningarnar verða tvær, í Skautahöllinni á Akureyri og í Egilshöll í Reykjavík.

Skautahlaup er frábær og skemmtileg íþrótt sem bætir þol, jafnvægi og styrkir vöðvana.

Við bjóðum frítt aðgengi inn á skautasvellin og á staðnum verður leiðbeinandi sem aðstoðar áhugasama með fyrstu skrefin og sýnir tækni sem þarf að nýta sér.

Leiðbeinandi er Erwin van der Werve.
Erwin er fæddur og uppalinn í Hollandi en hefur síðustu 15 árin verið búsettur á Akureyri. Þar vinnur hann sem skíða/skíðagöngu og snjóbrettakennari á Akureyri að vetri til og sem leiðsögumaður á sumrin.

Síðustu 16 ár er hann búinn að vera mikið í þol íþróttum. Hann hefur verið að keppa á götuhjóli, í hlaupi, þríþraut og á gönguskíðum. Hann kláraði Landvætti 2018, fór í nokkrar þríþrautir, kláraði 5 maraþon, Laugavegshlaupið og Súlur Vertical 55km. Hann hefur lokið 2. stigi þjálfaranáms ÍSÍ.
Eins og flestir krakkar í Hollandi var Erwin líka settur á skauta á polli 4 ára gamall. Hann fór í sína fyrstu sprett keppni 9 ára og kláraði 30km skautahlaup 11 ára. Einnig æfði hann langhlaup í 2 vetur í Amsterdam.
Margir reiðhjólamenn í Hollandi eru að skauta á veturna til að halda sér í formi og styrkja sig.

Translate »