RIG 2022: Laugardagur

RIG 2022: Laugardagur

Það var mikið um að vera í skautahöllinni í Laugardal á Reykjavíkurleikunum í dag, þar sem alþjóðleg keppni í listskautum stendur yfir. Talsverður fjöldi keppenda var kominn yfir hafið til Íslands til að freista þess að ná lágmörkum inn á alþjóðleg stórmót en RIG er hluti af gildum mótum Alþjóðaskautasambandsins og geta skautarar sem keppa þar náð lágmörkum in á alþjóðleg úrslitamót eins og heimsmeistaramót.

Keppni hófst í morgun, laugardag, með stuttu prógrami Junior Women (unglingaflokkur kvenna) þar sem 18 skautarar voru mættir til leiks. Eitthvað hafði saxast á hópinn vegna Covid en allir voru skautararnir saman komnir til að reyna við lágmörkin á Heimsmeistaramót Unglinga sem fer fram í mars. Stór hópur norskra kvenna keppir í hópnum og eftir stutta prógramið raða tveir þeirra sér í fyrstu sætin, þær Ida Vamnes með 42.61 stig og Oda Havgår Tonnesen með 41.92 stig. Í þriðja sæti er svo Júlía Rós Viðarsdóttir með 41.66 stig þannig mjótt er á mununum milli þriggja efstu skautaranna. Þrír næstu skautarar eru síðan með 39 stig og ein íslensk þar á meðal, Júlía Sylvía Gunnarsdóttir.

Einn keppandi var skráður í Junior Men (unglingaflokkur karla), Edward Appleby frá Bretlandi, en hann kom einnig á Reykjavíkurleikana árið 2020. Hann stóð sig ágætlega í dag og stendur með 63.69 stig eftir daginn.

Í Senior Men (fullorðinsflokki karla) var einnig skráður einn keppandi, Lauri Lankila frá Finnlandi, sem stendur á 51.35 stigum eftir daginn.

Keppnin í Senior Women (fullorðinsflokkur kvenna) hafði sterka skautara frá Noregi, Finnlandi og Íslandi en Aldís Kara Bergsdóttir keppir í þessum flokki. Aldís Kara gerði smávægileg mistök í dag og situr í þriðja sæti með 39.28 stig sem er svolítið frá hennar besta. Önnur er Frida Turidotter Berge frá Noregi með 42.94 stig en hún eins og Aldís Kara eru nýkomnar af Norðurlandamótinu sem haldið var um síðustu helgi í Danmörku. Efst situr svo Petra Palmio frá Fninnlandi með 51.84 stig eftir glæsilega frammistöðu í dag.

Síðast á ísinn var fríður hópur stúlkna í Advanced Novice (efstastig stúlkna) sem var á sínum síðari keppnisdegi. Þar sigraði Pernille With frá Noregi með yfirburðum en hún fékk samtals 90.40 stig fyrir bæði prógröm. Þar varð í öðru sæti Roos Harkema frá Hollandi með 78.54 stig og í þriðja varð Celina Gretland frá Noregi með 77.36 stig. Í fjórða sæti varð svo Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir frá Íslandi með 74.57 stig sem átti þrusu dag. Þær Sædís Heba Guðmundsdóttir og Dharma Elísabet Tómasdóttir áttu einnig sérstaklega góðan dag og lauk Sædís Heba keppni með 70.13 stig í sjöunda sæti og Dharma Elísabet í fimmtánda sæti með 52.28 sæti.

Keppni heldur áfram á morgun klukkan 9:40 í skautahöllinni í Laugardal, en þá hefst síðasti dagur skautamótsins.

Úrslit má finna hér http://iceskate.is/wp-content/uploads/mot/2022/RIG2022/html/

Translate »